Gal Gadot, ísrelska leikkonan þekkt fyrir að leika Ofurkonuna, opnar sig um reynslu sína á setti með leikstjóranum Joss Whedon, sem leikstýrði henni í kvikmyndinni Justice League.

Segir hún Whedon hafa hótað að eyðileggja feril hennar þegar hún kom með tillögur breytingar á persónu sinni í kvikmyndinni Justice League.

„Hann eiginlega hótaði að eyðileggja feril minn ef ég segði eitthvað, hann ætlaði að gera mér lífið leitt,“ sagði leikkonan í nýlegu viðtali.

Gadot er ekki fyrsti leikarinn til að tjá sig um framkomu leikstjórann. Ray Fisher, sem lék Cyborg í kvikmyndinni, hefur áður sagt framkomu Whedon á tökustað hafa verið fyrir neðan allar hellur. Hann birti þetta tíst í dag eftir yfirlýsingu Gal Gadot.

Málið snerist um að Gadot vildi halda í listrænu sýn leikstjórans Patty Jenkins, sem leikstýrði Wonder Woman kvikmyndunum, en Joss Whedon hafði allt aðrar hugmyndir. Jenkins hefur sjálf lýst því yfir að hún hafi verið ósátt með breytingarnar.

Netverjar hafa einnig bent á augljósar breytingar á búningahönnun.