Her­toga­ynjan af Cam­brid­ge, Katrín Midd­let­on, opin­beraði ný­verið hvernig Georg sonur hennar á­varpar föður sinn, Vil­hjálm krón­prins. Breska götu­blaðið Mirror greinir frá þessu.

Í frétt blaðsins segir að hinn átta ára gamli Georg kalli föður sinn reglu­lega pápa (e. pops). Mikil gælu­nafna­hefð ríkir í konungs­fjöl­skyldunni en eins og al­þjóð veit hefur Elísa­bet Bret­lands­drottning verið kölluð Lili­bet um margra ára skeið.

Þá kalla þau Katrín og Vil­hjálmur son sinn Georg „PG“ eftir upp­hafs­stöfunum hans. Í frétt Mirror segir að þau kalli hann líka stundum „PG Tips“ eftir frægum te­poka­fram­leiðanda.

Auk þess hefur Vil­hjálmur kallað dóttur sína Kar­lottu „Mignonette.“ Það er franskt orð og þýðir „lítið, sætt og við­kvæmt.“