Bachelor stjarnan Noah Erb er staddur hér á landi, en hann deildi skemmti­legum myndum af ferða­lagi sínu á Insta­gram.

Ís­land virðist vera vin­sæll á­fanga­staður fyrir þátt­tak­endur hinna geysi­vin­sælu Bachelor þátta, en önnur Bachelor stjarna, Michelle Young dá­samaði Ís­land ný­lega eftir viku­dvöl hér á landi.

Noah Erb var keppandi í sex­tándu seríu af The Bachelorette og sjöundu seríu af Bachelor in Para­dise, þar sem hann kynntist kærustunni sinni Abiga­il Heringer.

Noah krotaði á vegg inn í helli.
Mynd/Instagram