Court­n­ey Clenn­ey, 25 ára áhrifavaldur og On­lyFans-stjarna, hefur verið á­kærð fyrir morð á fyrr­verandi kærasta sínum, Christian Obum­seli í apríl síðast­liðnum. Í frétt New York Post kemur fram að Court­n­ey hafi verið hand­tekin á Hawa­ii í gær og hún bíði nú eftir því að verða fram­seld til Flórída.

Christian fannst látinn í íbúð þeirra í Miami í apríl síðast­liðnum og fundust á­verkar eftir egg­vopn á líkinu. Court­n­ey hefur dvalið á Hawa­ii undan­farnar vikur þar sem hún hefur gengist undir með­ferð við fíkni­efna­vanda.

Lög­maður Court­n­ey, Frank Prieto, gagn­rýndi hand­tökuna í sam­tali við New York Post og sagði að hún hefði komið skjól­stæðingi sínum í opna skjöldu. Hún hefði verið sam­vinnu­fús við rann­sókn málsins og boðist til að gefa sig sjálf­viljug fram ef á­kæra yrði gefin út. Því hafi hand­takan í gær verið ó­þörf.

„Við hlökkum til að hreinsa nafn hennar í dóm­salnum,“ segir Prieto sem heldur því fram að Court­n­ey hafi beitt egg­vopninu í sjálfs­vörn eftir að Christian greip um háls hennar.