Banda­ríska leik­konan Anna Kendrick segir það hafa verið ömur­legt að leika í Twi­light myndunum svo­kölluðu. Þetta kemur fram í við­tali við leik­konuna á vef­síðunni Vanity Fair.

Kendrick fór þar með hlut­verk Jessicu, sem var ein af vin­konum aðal­per­sónunnar Bellu Swan, sem Kristen Stewart gerði ó­dauð­lega. Hún lék í fjórum af fimm myndum vampíru­kvik­mynda­bálksins sem gerði Stewart, auk Robert Pattin­son og Taylor Lautner að stór­stjörnum.

Kendrick, sem var minna þekkt á þessu tíma­bili, árið 2008 þegar tökur á fyrstu myndinni fóru fram, segir að veðrið hafi verið ömur­legt allan tímann. Leikurum hafi verið kalt og þeir blautir í gegn.

„Ég man bara að í fyrstu myndinni, sem við tókum upp í Port­land í Oregon, var mér kalt og mér leið ömur­lega,“ segir hún.

„Ég man bara eftir því að Con­ver­se skórnir mínir voru al­gjör­lega blautir í gegn. Ég fékk á til­finninguna að þetta væri frá­bær hópur af fólki og að á öðrum tíma værum við vinir, en mig langaði að myrða alla,“ segir hún.

„En við tengdumst alveg líka. Það var eitt­hvað við þetta, svona að ganga í gegnum ein­hvers­konar á­fall. Maður í­myndar sér að fólk sem lifir af gísla­töku líði svona. Maður tengist hvort öðru til ei­lífðar nóns.“