Lífið

Ómar var vand­ræða­­lega snöggur með HM-bar­áttu­lagið „Koma svo!“

Ómar Ragnars­son fann sig knúinn til þess að taka þátt í „HM-hóp­eflinu“ og snaraði fram bar­áttu­laginu „Koma svo!“ á auga­bragði.

Maðurinn á bak við fótboltalagið um Jóa útherja var eldsnöggur að hrista fram stuðningslag í HM-fárinu miðju.

Skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson er kominn með HM-hitann eins og flestir Íslendingar og leggur sín lóð á vogarskálar leikgleðinnar með baráttusöngnum „Koma svo!“ sem hann snaraði fram og augabragði og er nú aðgengilegt á YouTube.

„Ég er nú eiginlega feiminn við hvað ég var fljótur að þessu,“ segir Ómar og hlær. „En þetta átti að vera einfalt baráttulag, snarpt og stutt og viðlagið það einfalt að ekki þurfi söngblað.“

Ómar segir að það sem hann kallar „HM-hópeflið“ sé kveikjan að laginu sem hann hugsi þó sem alhliða hvatningar- og baráttulag sem henti „við hvers kyns hópefli, mót, keppni eða fundi allt upp í EM og HM.

Núna þegar allir eru í þessu hópefli og vilja leggja sitt af mörkum er ómögulegt annað en að gamli gaurinn sem hefur staðið  í þessu í hálfa öld gerði eitthvað,“ segir Ómar. „Þannig að ég skellti mér í þetta og var snöggur að.“

„Þetta er HM-árið mikla. Allt samfélagið litast af þessu og það passa sig allir á því að gera ekki neitt af viti núna í einn mánuð. Sem er fínt vegna þess að það er ákaflega gott að komast út úr hversdeginum.“

Ómar á heiðurinn af einu þekktasta fótboltalagi síðari tíma, söngnum um Jóa útherja sem þekktur var fyrir sín þrumuskot. Ómar segir það lag hafa orðið til þegar hér var beinlínis tekin ákvörðun um að stöðva sigurgöngu Dana í landsleik 1970.

Ómar hafði góða tilfinningu fyrir þeim leik og hann segist finna sama fiðringinn núna og er nokkuð bjartsýn fyrir Argentínu-leikinn á laugardaginn. „Mér líður svipað og þegar Danir áttu að koma hingað 1970 og bursta okkur. Þá var ákveðið að nú þyrfti að hefna fyrir 14-2 og rjúfa sigurgöngu Dana. Og það tókst þótt leikurinn hafi farið 0-0,“ segir Ómar og setur sig í sagnfræðilegar spámannsstellingar.

„Þá voru Danir með stórstjörnu sem hét Alan Simonsen og honum var haldið alveg niðri. Svo kom Benfica hingað 1967 í fyrsta stóra Evrópuleiknum.

Það var metaðsókn á Laugardalsvöllinn og leikurinn endaði líka 0-0 en stjarnan Eusébio varð að engu í þessum leik. Messi er bara Simonsen og Eusébio en við skulum spyrja að leikslokum.“

Koma svo!

Tætum nú og tryllum við að 
taka þennan slag! 
Njótum þess að þrusa hátt 
og þruma þetta lag! 
Gefum okkur öll í þetta og 
aldrei sláum af
úrtölurnar keyrum við í kaf! 

Ákveðni ´og einbeiting, - koma svo!
Ákveðni´og einbeiting – koma svo! 
Ákveðni´og einbeiting – koma svo! 
Áfram nú!   Koma svo! 

Aldrei að gefast upp, - koma svo! 
Aldrei að gefast upp, - koma svo! 
Aldrei að gefast upp, - koma svo! 
Áfram nú!  Koma svo!

Það er svo gott að leika sér og láta vaða hér´
í lófaklappi´og hörkustuði alveg sleppa sér. 
Því enginn vinnur sigur, sem að ekki tekur þátt. 
Nú eflumst við og sýnum okkar mátt! 

Tðkum nú á þessu, - koma svo!
Tökum nú á þessu, - koma svo! 
Tökum nú á þessu, - koma svo! 
Áfram nú!  Koma svo!  

Ákveðni´og einbeiting!  Koma svo! 
Ákveðni´og einbeiting!  Koma svo! 
Ákveðni´og einbeiting!  Koma svo! 
Áfram nú!  Koma svo! 

Áfram nú!  Koma svo!
Áfram nú!  Koma svo!             

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

„Waka Waka“ og öll hin HM lögin

Lífið

Robbie Willams syngur HM til leiks

Lífið

Tólfu-trommari með nýtt tattú kemst ekki til Rúss­lands

Auglýsing

Nýjast

Gula Parísar­tískan er ekki komin til Ís­lands

Auður og GDRN meðal þeirra sem hlutu Kraum­sverð­launin

Meg­han braut gegn hefðum með svörtu nagla­lakki

Olli uppþoti með veldissprotanum í breska þinginu

Bílhurð tafði fund May og Merkel

Georg Bjarn­freða­son mættur aftur í aug­lýsingu VR

Auglýsing