Guð­mundur Felix Grétars­son er nú í bata­ferli eftir að læknar í Lyon í Frakk­landi græddu á hann tvo hand­leggi í síðasta mánuði en Guð­mundur birtir í dag mynd af sér þar sem hann er í stutt­erma­bol með nýju hendurnar.

„Þegar þú hefur verið án hand­leggja í 23 ár, að sjá svona mynd af sjálfum sér hefur meiri á­hrif en ég get nokkurn tímann lýst,“ segir Guð­mundur í færslunni en hann hefur síðast­liðnar vikur leyft al­menningi að fylgjast með ferlinu.

„Ég hef lært að lifa með minni fötlun en ég væri að ljúga ef ég héldi því fram að mér líkaði það,“ segir Guð­mundur enn fremur en hann segir óháð virkninni sem nýjar hendur færa honum, sé hann gráti næst þegar hann sér sig með hendurnar.

Guðmundur er nú enn á sjúkrahúsinu í Lyon en hann vonast til þess að geta útskrifast af spítalanum í næstu viku. Eftir það mun taka við strangt endurhæfingarferli þar sem líkaminn mun venjast nýju höndunum.

When you’ve been without arms for 23 years, seeing a photo of yourself like this has more #impact than I can ever put...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021