Hrafn­kell Sigurðs­son hlaut Ís­lensku mynd­listar­verð­launin 2023 sem mynd­listar­maður ársins fyrir sýninguna Upp­lausn. Sýning Hrafn­kels var sett upp á vegum fyrir­tækisins Bill­board í verk­efni þeirra Aug­lýsinga­hlé á yfir 450 aug­lýsinga­skjáum víðs vegar um höfuð­borgar­svæðið í janúar 2022, í sam­starfi við Lista­safn Reykja­víkur og Y gallerí.

Hrafn­kell segir það hafa verið ó­lýsan­lega til­finningu að hljóta verð­launin. „Ég var svo hissa og glaður. Þetta var bara stór­kost­legur og skemmti­legur á­fangi.“

Alls var sex verð­launum og viður­kenningum út­hlutað en auk Hrafn­kels hlutu meðal annars lista­konurnar Ás­gerður Birna Björns­dóttir hvatningar­verð­laun og Ragn­heiður Jóns­dóttir heiðurs­verð­laun.

Hrafnkell við afhendingu Íslensku myndlistarverðlaunanna í Iðnó á fimmtudag.
Fréttablaðið/Valli

Sterk við­brögð

Sýning Hrafn­kels á sér langan að­draganda en hann sýndi verkin á Upp­lausn upp­haf­lega sem ljós­mynda­prent í Hverfis­galleríi árið 2018. Út­gangs­punktur verkanna er einn pixill úr Hubb­le sjón­aukanum af fjar­lægum vetrar­brautum sem Hrafn­kell stækkaði upp og vann í mynd­vinnslu­for­riti.

„Ég byrjaði að vinna efnið í þessi ljós­mynda­prent 2017. Síðan sá ég að þetta var alveg kjörið í þessa sam­keppni Bill­board og fékk ofsa­lega góða til­finningu fyrir því. Það var eitt­hvað sem ég tengdi við þar, þetta var alveg unnið í staf­rænum heimi og myndi svo fara beint á staf­rænan skjá, þannig þetta var svona milli­liða­laust og það var ein­hver kraftur í því,“ segir hann.

Hrafn­kell segir við­brögðin við Upp­lausn hafa verið mjög sterk í árs­byrjun 2022 en margir veg­far­endur ráku upp stór augu þegar þeir sáu verkin og töldu að um væri að ræða bilun í aug­lýsinga­skjáum Bill­board.

„Sumir sögðu meira að segja: „Æ þetta er bilað, þetta er nú bara eins og eitt­hvað lista­verk.“ En ég held að fólk hafi áttað sig á því kannski eftir fyrsta daginn að þetta var eitt­hvað meira en bilun. En þetta mátti alveg vera eins og bilun líka,“ segir hann.

Eitt af verkum Hrafnkels á sýningunni Upplausn 2022.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hug­læg og ab­strakt verk

Í um­sögn dóm­nefndar Ís­lensku mynd­listar­verð­launanna segir meðal annars að með því að nýta aug­lýsinga­skiltin hafi Hrafn­kell og fleiri „opnað nýja leið til að miðla mynd­list“. Spurður um hvort hann sé sam­mála því segir lista­maðurinn:

„Ég held það sé ekki alveg nýtt að sýna mynd­list á svona aug­lýsinga­skiltum og það hafði í raun ekkert með mig að gera, ég var heppinn að vera valinn í þetta verk­efni og heppinn að vera með verk sem pössuðu vel inn í þetta.“

En þetta er ekki með öllu ó­um­deilt og sumir hafa gagn­rýnt það að mynd­list sé sett í jafn kapítalískt sam­hengi og aug­lýsingar.

„Er hægt að sleppa undan því? Ég veit það ekki. Ég meina, er ekki allur heimurinn undir­lagður? Auð­vitað er alltaf hægt að gagn­rýna og finna vinkil á allt en fyrir mig var þetta bara kær­komið tæki­færi. Skila­boðin í verkinu voru mjög and­stæð því að vera að segja fólki eitt­hvað eða aug­lýsa eitt­hvað. Þetta voru mjög ab­strakt verk og hug­læg, í tölu­verðri and­stöðu við um­hverfið sem þau voru sýnd í eða miðilinn, þannig ég held að inn­tak verkanna hafi mögu­lega vegið upp á móti staðnum sem þau voru sýnd á.“

Þetta voru mjög ab­strakt verk og hug­læg, í tölu­verðri and­stöðu við um­hverfið sem þau voru sýnd í eða miðilinn, þannig ég held að inn­tak verkanna hafi mögu­lega vegið upp á móti staðnum sem þau voru sýnd á.

Vinnur með skjái

Hrafn­kell segir standa til að gefa út ljós­mynda­bók með verkunum úr Upp­lausn en fram að því er einnig í nógu að snúast.

„Meðal annars er ég að vinna að nýjum verkum sem eru ekki ólík að­ferð og Upp­lausn en samt á annan hátt. Ég er að vinna með sjálfan skjáinn, ég er að taka myndir af skjánum og setja þær aftur inn í tölvuna. Ég er að fram­kalla eitt­hvað út úr skjánum sem er ekki þar fyrir og vinn svo frekar með það,“ segir hann.

En þótt Hrafn­kell vinni gjarnan með tækni og vísindi í sínum verkum segist hann ekki vera mjög tækni­sinnaður sjálfur.

„Ég get ekki sagt það, ég er ekki mjög tækni­sinnaður eða fær í ein­hverri for­ritun. Ég kann á Photos­hop og búið. Þetta er mjög hrátt allt saman og ein­föld að­ferð í rauninni þótt ég sé að vinna með staf­rænt efni.“

Öflug mynd­listar­sena

Ís­lensku mynd­listar­verð­launin voru fyrst veitt 2018 af Mynd­listar­ráði. Yfir­lýst mark­mið verð­launanna er að heiðra ís­lenska mynd­listar­menn eða mynd­listar­menn bú­setta hér­lendis og þau verk­efni sem hafa skarað fram úr á liðnu ári.

„Ég held að það sé bara alveg nauð­syn­legt að hafa þessi verð­laun til staðar og þetta hefði átt að vera komið miklu fyrr. Það voru náttúr­lega fyrst Sjón­listar­verð­launin á sínum tíma sem voru haldin í örfá ár. Ég held að víða annars staðar séu svona svipuð fyrir­bæri búin að vera til staðar í ára­tugi,“ segir Hrafn­kell.

Hrafn­kell er fæddur 1963 og hefur verið virkur í sýninga­haldi í rúm þrjá­tíu ár en hann hélt sína fyrstu einka­sýningu á Ísa­firði 1987.

Hvernig blasir mynd­listar­senan í dag við þér?

„Mér finnst bara magnað hvað hún er orðin öflug hérna á Ís­landi og hvað utan­um­haldið er alltaf að verða betra og betra. Það er svaka­lega mikil bylting á þrjá­tíu árum.“

Margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu verk Hrafnkels.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Þakk­látur móður sinni

Hrafn­kell segist vera þakk­látur Bill­board, Lista­safni Reykja­víkur og Y gallerí fyrir stuðninginn við upp­setningu Upp­lausnar. Þá segist hann vera sér­stak­lega þakk­látur móður sinni, Ellen Svövu Stefáns­dóttur, sem styður hann í öllu sem hann gerir.

„Ég á móður minni auð­vitað mikið að þakka og hún hefur stutt við mig. Hún verður 101 árs 24. mars og fylgist vel með öllu sem er að gerast,“ segir Hrafn­kell.

Er hún mikil á­huga­kona um mynd­list?

„Já, hún er það, hún hefur gott nef og skyn­bragð á mynd­list. Ég treysti því alveg þegar ég sýni henni eitt­hvað nýtt og tek mark á við­brögðum hennar.“