Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri, út­nefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nor­dal mynd­listar­konu, Borgar­lista­mann Reykja­víkur 2021 við há­tíð­lega at­höfn í Höfða.

Út­nefningin er heiðursviður­kenning til lista­manns sem með list­sköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sér­stök spor í ís­lensku lista­lífi.

Hjálmar Sveins­son, for­maður menningar-, í­þrótta og tóm­stunda­ráðs, gerði grein fyrir ein­huga vali ráðsins á Ólöfu. Lista­manninum var veittur á­grafinn steinn, heiðurs­skjal og verð­launa­fé og Una Svein­bjarnar­dóttir fiðlu­leikari flutti tvö verk við til­efnið.

Ólöf Nor­dal er fædd árið 1961 í Dan­mörku. Hún nam við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands 1981–85, við Ger­rit Riet­velt A­cademi­e í Hollandi 1985, í Banda­ríkjunum við Cran­brook A­cademy of Art 1989–91 og við högg­mynda­deild Yale há­skóla 1991–93. Verk Ólafar hafa verið sýnd á öllum helstu sýningar­stöðum hér á landi en einnig al­þjóð­lega og eru hluti af safn­eignum helstu safna hér­lendis. Ólöf er höfundur á­berandi verka í al­manna­rými, má þar nefna Geir­fuglinn í Skerja­firði, Vitid ér enn - eda hvat? í and­dyri Al­þingis­hússins, Bríetar­brekku við Þing­holts­stræti og um­hverfis­lista­verkið Þúfu á Granda. Á dögunum var af­hjúpað nýtt lista­verk Ólafar við Mennta­skólann í Hamra­hlíð sem ber heitið Auga og seint á síðasta ári var af­hjúpað úti­lista­verk í Port­land Maine í Banda­ríkjunum sem ber heitið Hella Rock.

Verkum Ólafar í al­manna­rými voru gerð sér­stök skil á sýningu í Ás­mundar­safni frá nóvember 2019 - janúar 2020 og í októ­ber 2019 - janúar 2020 var haldin yfir­lits­sýningin, Úngl, á verkum Ólafar á Kjarvals­stöðum. Einka­sýningar Ólafar eru orðnar 35 talsins en eins hefur hún tekið þátt í fjöl­mörgum sam­sýningum um heim allan.

Í verkum Ólafar eru sagnir, þjóð­leg arf­leifð og menningar­legt minni upp­spretta hug­mynda sem settar eru fram í ó­líkum miðlum og í nú­tíma­legu sam­hengi. Mörg verka Ólafar sækja inn­blástur í þjóð­sögur, ýmist skráðar eða ó­skráðar, sagnir sem gengið hafa mann fram af manni og mótast í munn­legri geymd. Ólöf veltir fyrir sér sann­leikanum í þjóð­sögunni, hvernig þjóð­sögur sam­tímans verða til og í hverju upp­runa­leiki þeirra felst. Með því að rýna í for­tíðina veltir hún upp spurningum um sam­tíma okkar og fram­tíð. Hver er sú arf­­leifð sem mótar sjálfs­mynd sam­tímans? Hvað er satt og hvað er logið? Tengsl mannsins við eigin náttúru og til­vist hans sem við­fangs­efnis vísinda og rann­sókna, jafnt á sviði fé­lags- og raun­vísinda, hafa jafn­framt fangað hug Ólafar.

Ólöf hefur hlotið hina ýmsu styrki og viður­kenningar fyrir list sína, m.a. út­hlutun úr Lista­sjóði Dungal, styrk úr Lista­sjóði Guð­mundu sem er ein æðsta viður­kenning sem veitt er á sviði mynd­listar á Ís­landi og viður­kenningu úr högg­mynda­sjóði Richard Serra. Á ný­árs­dag 2018 var Ólöf sæmd heiðurs­merki hinnar Ís­lensku Fálka­orðu af for­seta Ís­lands, Guðna Th. Jóhannes­syni. Riddara­krossinn hlaut Ólöf fyrir fram­lag sitt til ís­lenskrar mynd­listar.

Ólöf hefur í gegnum árin öðlast um­fangs­mikla kennslu­reynslu á há­skóla­stigi og reynslu af akademískum störfum. Hún hefur sinnt kennslu í mynd­listar­deild Lista­há­skóla Ís­lands og gegnir nú stöðu prófessors við sömu deild.