Ólöf er einkar glæsileg og íturvaxin, með eftirtektarverðan fagran vöxt, en hvernig fær maður líkama eins og hennar?

„Með því að mæta alltaf í ræktina og gera æfingar að reglubundinni rútínu í hverri viku. Þá skiptir máli að hafa gaman af því að æfa. Um leið og líkamsrækt fer að verða baggi og við röðum henni inn á ranga tíma í vikunni verður alltaf erfitt að mæta. Svefn og rétt næring skipta líka sköpum. Við þurfum að líta á fæðu sem eldsneyti fyrir verkefni dagsins og borða nægilega oft til að viðhalda orku út daginn, en ekki svo mikið að við liggjum úrvinda á meltunni. Svo þarf líka að leyfa sér að njóta af og til,“ svarar Ólöf sem býr að iðkun íþrótta frá barnsaldri og miklum sjálfsaga og viljastyrk þegar kemur að líkamsræktinni.

„Öll verkefni lífsins krefjast sjálfsaga. Að vakna og mæta til vinnu, hugsa um börnin, elda mat, fara í búðina, þrífa heima, þvo þvott og borga reikninga, en allt telst það sjálfsagður hluti af rútínu og skyldum sem við þurfum að sinna og beita sjálfsaga til. Foreldrar okkar og kennarar kenndu okkur það allt sem hluta af því að vera ábyrgur samfélagsþegn, en lýðheilsa er líka mikilvægur þáttur í því að vera ábyrgur samfélagsþegn. Við þurfum að hugsa um eigin heilsu því öll erum við mikilvæg.“

Já, hvernig öðlast maður líkama eins og Ólafar? Með viljastyrk, sjálfsaga, reglulegri mætingu í ræktina, góðum svefni og hollri næringu, en líka því að hafa gleði af því að æfa. MYND/ARNALDUR

Enginn sýnir meiri hvatningu

Ólöf útskrifaðist sem einkaþjálfari í fyrra.

„Ég gæti ekki hugsað mér að starfa við neitt annað. Hjarta mitt er í hreyfingu, íþróttum og lýðheilsu og ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um þótt aðeins ein manneskja sjái hversu magnaður líkami hennar er og hvers hann er megnugur. Ég lít á líkamann eins og plönturnar mínar. Þegar ég sé manneskju ganga, standa eða sitja sé ég strax hvað líkaminn þarf. Að sjá líkama sem hefur verið boginn eða bugaður rétta úr sér, og að sjá lifna yfir manneskju sem verið hefur verkjuð eða þreytt, eða manneskju sem hefur burðast með þyngd en nær að losna við hana og styrkjast; það er allt fyrir mér,“ segir Ólöf af einskærum áhuga.

Ýmislegt kom henni á óvart í einkaþjálfaranáminu.

„Til dæmis að þreyta tengist vökvaskorti. Við dælum í okkur koffíni þegar við finnum fyrir þreytu og líkaminn gengur á vökvabúrið, en þegar við finnum kraft okkar þverra er í raun besta ráðið að fá okkur vatn. Okkur er því nauðsynlegt að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn, og slíkur vökvaskortur gerir oft vart við sig klukkan tvö og fjögur á daginn.“

Ólöf segir ástæðulaust að hika við að leita til einkaþjálfara, jafnvel þótt hann sé í toppformi. Þó sé alltaf stórt skref að fara til þjálfara í fyrsta sinn og engin ástæða til feimni. MYND/ARNALDUR

Þrá að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum

Margir eru feimnir við að stíga skrefið til einkaþjálfara, ekki síst ef þjálfarinn er í óaðfinnanlegu formi, en Ólöf segir ekkert að óttast, þvert á móti.

„Það er alltaf stórt skref að fara til þjálfara í fyrsta sinn. Flestir vita ekki við hverju á að búast, eru kannski óöruggir með holdafar sitt, úthald eða kraftleysi, og telja sig ekki nógu góða til að fara í þjálfun. Á sama tíma get ég lofað að einkaþjálfarar eru einstaklingar sem þrá að hjálpa fólki við að ná settum markmiðum og einsetja sér að koma því í mark. Enginn þjálfari sem ég þekki dæmir nokkurn né lítur niður á neinn. Þetta er hópur fólks sem vill ekkert frekar en að stuðla að lýðheilsu og fagnar komu skjólstæðinga sinna heils hugar.“

Einkaþjálfun gagnist öllum.

„Það gagnast öllum að æfa undir leiðsögn einkaþjálfara, ekki síst þeim sem kunna ekki að beita líkamanum í æfingum eða að raða upp réttum æfingum fyrir sig og þurfa hvatningu. Einkaþjálfun er líka mikilvæg fyrir einstaklinga sem hafa upplifað verki, lent í slysi eða stríða við heilsufarsvandamál. Sjálf leita ég í þjálfun af og til. Ég hef átt í endalausum meiðslum í fimleikum, lyftingum, bardagaíþróttum og eftir bílslys, en líkami minn finnur ekki fyrir neinu af því í dag því ég sinnti því að byggja hann upp og vandaði mig. Ég treysti mér því í flest meiðsl sem fólk er að vinna með og fer mjög varlega því ég þekki vel að styrkja líkamshluta sem þurfa varkárni við styrktarþjálfun.“

Árangurinn lætur ekki á sér standa ef fólk leggur rækt við heilsu sína og líkama, segir Ólöf. MYND/ARNALDUR

Heilsuræktin þarf að gefa gleði

Nú er hárréttur tími til að standa upp úr sófanum og temja sér heilbrigðan lífsstíl, segir Ólöf.

„Það er enginn sem kemur fólki í gang eins fljótt og einkaþjálfari sem hvetur það til dáða, bíður eftir því og tekur fagnandi á móti því, í fullri trú á getu þess. Allt snýst það um eitt skref í einu enda sigrar enginn heiminn á einni viku. Það þarf að aðlagast nýjum lífsstíl og takast á við heilsuræktina þannig að hún gefi gleði,“ segir Ólöf.

Árangur erfiðisins láti svo ekki á sér standa.

„Eftir að hafa mætt samviskusamlega í heila viku veistu að þú getur mætt og gerir það líka í næstu viku og koll af kolli. Í kjölfarið kemur löngun til að borða hollar og huga betur að líkamanum. Þannig kemur árangur í ljós í hverjum mánuði,“ segir Ólöf sem tekur daginn alltaf snemma enda mikið að gera hjá henni við þjálfun í World Class og á TacticalTraining.‌is. þar sem hún gefur skjólstæðingum sínum nýjar æfingar og matarplan í hverri viku, með gómsætum uppskriftum sem hún sníður að þörfum hvers og eins.

Ólöf er mikil útivistarmanneskja og elskar skíðamennsku og fjallgöngur. Hennar helsta freisting er ís, súkkulaði og Haribo-hlaup. MYND/ARNALDUR

Á sín Haribo-móment

Núna er hárréttur tími til að standa upp úr sófanum og temja sér heilbrigðan lífsstíl, enda er lífið einmitt núna, segir Ólöf.

„Það er enginn sem kemur fólki í gang eins fljótt og einkaþjálfari sem hvetur það til dáða, bíður eftir því og tekur fagnandi á móti því, í fullri trú á getu þess og hversu langt það getur náð. Allt snýst það um eitt skref í einu enda sigrar enginn heiminn á einni viku. Það þarf að aðlagast nýjum lífsstíl og takast á við heilsuræktina þannig að hún gefi gleði,“ segir Ólöf.

Árangur erfiðisins láti svo ekki á sér standa.

„Eftir að hafa mætt samviskusamlega í heila viku veistu að þú getur mætt og gerir það líka í næstu viku og svo koll af kolli. Í kjölfarið kemur löngun til að borða hollar og huga betur að líkamanum. Þannig kemur árangur í ljós í hverjum mánuði,“ segir Ólöf sem gefur sínum skjólstæðingum nýjar æfingar og matarplan í hverri viku, með gómsætum uppskriftum sem hún sníður að þörfum hvers og eins.

„Uppáhalds hollusturétturinn minn er grillaður, hvítlauksborinn, villtur lax og bygg með, en mín helsta freisting þegar kemur að óhollustu er alltaf ís og súkkulaði, og ég á mín Haribo-móment líka,“ segir hún og brosir.

„Ég elska góðan mat og lít á hann sem eldsneyti en einnig gómsæti, passa mig á að borða eitthvað á tveggja til þriggja tíma fresti og drekk nóg af vatni.“

Áhugamál Ólafar eru margvísleg.

„Ég hef rosalegan áhuga á plöntum og safna plöntum úr regnskógum. Að hugsa um plöntur og sjá þær dafna er eins og áhugi minn á mannslíkamanum. Mér finnst einnig skemmtilegt að komast á snjóbretti og hátt upp í fjöll og finna fyrir fjallinu áður en ég fer af stað. Ég nýt þess líka að fara með syni mínum í menningargöngur um borgina og hefur það orðið einskonar áhugamál hjá okkur,“ segir Ólöf sem tekur daginn alltaf eldsnemma, enda mikið að gera hjá henni við þjálfun í World Class og á TacticalTraining.is.

„Ég fer snemma í háttinn því mér finnst gott að sofna og vakna snemma. Þá finnst mér orkan og gleðin meiri.“

Ómótstæðilegt brauð með kjúklingabaunamauki og avókadó. MYND/AÐSEND

Kjúklingabaunir og avókadó brauð

Ólöf er sælkerakokkur og gefur hér uppskriftir af hollum og gómsætum réttum til að prófa sér til heilsubótar.

10 g sesamolía

50 g sítróna

40 g heilkornabrauð

30 g avókadó

10 g sesamfræ

50 g kjúklingabaunir

50 g vorlaukur

Setjið kjúklingabaunir, sesamolíu, sítrónusafa og krydd í skál og stappið saman þar til verður að grófu mauki. Grófmaukið svo avókadó. Setjið kjúklingabaunablönduna á brauð og þar á eftir avódadómaukið. Setjið að lokum vorlauk og sesamfræ yfir allt.

Súkkulaði Smoothie með banönum og möndlum til að njóta með góðri samvisku. MYND/AÐSEND

Súkkulaði Smoothie Skál

100 g banani

7,4 g kakó

5,7 g létt kókosmjólk

56,5 g WHEY protin professional með súkkulaðibragði frá Leanbody

4,6 g möndlur

Blandið öllu saman í skál og njótið!

Himneskt góður ábætisréttur með hindberjum og grískri jógúrt. MYND/AÐSEND

Hindberja desert

15 g Sukrin Gold

30 g hafrar

15 g möndlur

100 g frosin hindber

200 g grísk jógúrt

Setjið hafra, hakkaðar möndlur og Sukrin á pönnu og steikið í nokkar mínútur eða þar til Sukrin bráðnar og klístrast. Kælið blönduna á meðan hellt er heitu vatni á hindberin og látið liggja í 1 til 2 mínútur. Hellið þá vatninu frá og stappið berin. Setjið þau því næst í skál eða glas, þar á eftir steikt múslíið og toppið með grísku jógúrti.