Rodrigo sópaði að sér verðlaunum á Amerísku tónlistarverðlaununum í fyrra, og klæddist þessum glæsilega kjól við það tilefni.
Mynd/Getty

Söng- og leikkonan Olivia Rodrigo kom, sá og sigraði popptónlistarbransann í fyrra með lögunum Drivers License, Deja Vu og Good 4 You. Platan hennar Sour fór á topp vinsældarlista víða um heim og aflaði henni fjölda Grammy-tilnefninga, meðal annars fyrir besta nýja listamanninn, plötu ársins, upptöku ársins og lag ársins.

Olivia tók saman við framleiðandann Adam Faze á síðasta ári. Það vakti athygli þar sem aldursmunurinn á þeim er nokkur en Olivia er í dag 18 ára gömul. Adam Faze er 24 ára gamall og heimildir Cosmopolitan herma að þau hafi þekkst síðan hún var 13 ára gömul.

Nú hefur Olivia hætt að fylgja Adam á Instagram og samkvæmt sérfræðingum vestra þykir það benda til þess að ástin sé slokknuð.