Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, á von á sínu fyrsta barni með kærastanum sínum, Sævari Ólafssyni íþróttafræðingi í vor. Það fer að styttast í barnið og samkvæmt því sést það betur á Dóru að von sé að erfingjanum.

Hún birti fallega mynd af sér í „story“ þar sem óléttubumban sést vel, sem og hreiðurgerðin, en á gólfinu liggja brjóstagjafapúði og annað sem fólk vill oft safna saman áður en lítið barn mætir.

Dóra Björt gerir sjálf grín að klæðnaði sínum á myndinni en hún er í þessum fínasta magabol.

„Þessi magabolur sem ég valdi mér til svefnbrúks í hallæri er bara ansi klæðilegur yfir bumbuna,“ segir Dóra og að allt sé eins og það eigi að vera: „Barnadót á gólfi og maður í rúmi.“

Von er á barninu í vor.
Skjáskot/Facebook