Breska YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Nicole Thea er látin 24 ára að aldri.

Nicole var ófrísk að sínu fyrsta barni og komin átta mánuði á leið.

Fjölskylda hennar tilkynnti um andlát hennar og ófædds sonar hennar á Instagram í gærmorgun.

Ekki er vitað hver dánarorsök hennar var.

Nicole átti von á dreng með kærasta sínum, dansaranum Global Boga og þau höfðu nefnt hann Reign.

Nicole Thea hélt úti YouTube síðunni Nicole Thea TV og er með yfir 85.000 fylgjendur. Fyrir andlát hennar hafði stjarnan leyft aðdáendum að fylgjast með meðgöngunni á YouTube og Instagram.