Söng­­konan Elísa­bet Ormslev og kærasti hennar Sindri Þór Kára­­son leita nú að íbúð í Laugar­nes­hverfi fyrir fjöl­­skylduna en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman í desember.

Elísa­bet setti dag inn aug­­lýsingu í hverfis­hóp fyrir Laugar­nes­hverfi á Face­­book þar sem þau óska eftir íbúð, helst með her­bergjum, hvort sem er til kaups eða leigu, „en við erum í smá tíma­­þröng því von er á barninu í byrjun desember.“

Söng­­konan er upp­­alin í hverfinu og segist „elska það meira en góðu hófi sæmir“ og á­kvað af þeim sökum að láta reyna á mátt Face­­book í þeirri við­­leitni að flytja fjöl­­skylduna þangað. Hún biður alla þá sem geta að­­stoðað að hafa við sig sam­band.