Ólafur Stefáns­son, einn þekktasti hand­bolta­maður Ís­lands­sögunnar er nýjasti gesturinn í Pod­casti Sölva Tryggva­sonar. Ólafur, sem er einn besti hand­bolta­maður allra tíma, ræðir líka í þættinum um mikil­vægi þess að hafa hug­rekki til að elta drauma sína og þora að skoða lífið:

„Lífið er stundum eins og í Hobbitanum, Þegar Gandalfur bankar. Þú ert með allt til alls, brauð og bjór og allt sett­lað og svo koma allt í einu ein­hverjir dvergar og segja þeir séu að fara í ævin­týri og þú eigir að koma með. Af hverju ætti maður að fara með í ævin­týri þegar maður hefur allt, makinn er þokka­legur og allt í fínu.

Þú getur bara farið á KFC og verið heima. En það er kannski tál­sýn okkar að við teljum okkur vita allt, en við reiknum ekki með að þegar þú ert 19 ára slítur þú kross­band, þegar þú ert 22 missir þú afa þinn sem þér þótti vænst um af öllum, þegar þú ert 25 ára, þá kemur Co­vid og svo fram­vegis…..Við erum með kerfi sem er þannig að til þess að koma í veg fyrir ein­hvern skaða hjá þér er helsta leiðin að byggja kastala í kringum þig, svo að þú lendir ekki í neinu. En ef þú of­verndar ein­hvern of mikið fyrir heiminum mun það koma í bakið á við­komandi. Lífið mun alltaf koma með ó­vænta hluti.”

Eðlilegt að fyrsta viðbragðið sé að vernda barnið sitt

Í þættinum ræða Ólafur einnig um það hvort hugsan­lega gæti verið betra að byrja að æfa börn meira fyrir því sem mun gerast í lífinu með því að setja þau í eins konar flug­hermi sem reynir á þau í vernduðum að­stæðum.

,,Í augna­blikinu gegnum allan okkar grunn­skóla og mennta­skóla erum við eigin­lega með núll hermi, en leggjum alla á­herslu á upp­lýsingar. Ég held við þurfum að fara að prófa okkur meira á­fram með að setja meira af að­stæðum sem kunna að koma upp í lífinu inn í skólana.

En þegar við förum að skoða þessa hluti meira inn í mennta­kerfinu og gera til­raunir, þá verðum við líka að vera með for­eldra sem skilja hvað er í gangi og hafa upp­lifað hluti. Eðli­lega er fyrsta við­bragð for­eldra alltaf að vernda barnið sitt, en við þurfum að fara að brjóta hlutina meira upp.”

Segir Brynjar Karl ,,Navy Seal” gaur

Í þættinum ræðir Ólafur Stefáns­son meðal annars um vin sinn, körfu­bolta­þjálfarann um­deilda, Brynjar Karl Sigurðs­son:

,,Binni er bara ,,Navy Seal” gaur. Hann bauð mér einu sinni upp í sumar­bú­stað, korteri fyrir Olympíu­leikana í London. Ég hef aldrei verið í eins góðu formi. Svo segir hann, eigum við ekki að henda okkur í fjall­göngu. Svo byrjar hann í smá keppni og segir: ,,Gaur, eigum við ekki að­eins að flýta okkur?” og ég svara bara játandi og eins og ég segi, var í formi lífs míns. Ég fer að reyna að halda í við hann, en hann bara skilur mig eftir. Ég neitaði að trúa því að þetta væri að gerast, ég á leiðinni á stór­mót og hann skildi mig bara eftir.“

„Þetta var ó­þægi­legur sann­leikur fyrir mig og sama gerði hann þegar ég var að byrja með fyrir­tæki. Við fórum saman á Þing­velli og vorum og hann hraunaði yfir mig og sýndi mér að ég væri bara í ,,LaLa-landi” með þessar hug­myndir mínar. Fyrsta varnar­við­bragðið hjá manni er auð­vitað að hugsa bara að maðurinn sé hálf­viti og ég fór heim. Við ætluðum að gista saman nokkrar nætur, en ég þoldi bara einn sólar­hring. Eftir á að hyggja var allt rétt sem hann sagði,” segir Ólafur, sem skilur vel að bíó­myndin ,,Hækkum Rána” hafi valdið miklu um­tali á Ís­landi:

,,Við erum ekki með West-Point á Ís­landi að berjast við Rússa eða Kín­verja allan daginn, þannig að við þekkjum ekki alveg að eiga við fólk sem er með ,,Navy-Seal” nálganir á hlutina eins og Brynjar. Þannig að auð­vitað bregður fólki að sjá svona mann þjálfa ungar stelpur. En Binni ver sig sjálfur og er alls ekki að mæla með að aðrir þjálfi eins og hann. En það er fólk eins og hann sem fær okkur til að hugsa og gagn­rýna hlutina og velta upp ein­hverju sem hefur kannski bara legið í ein­hverjum drullu­polli í lengri tíma.”