Ólafur Alex Kúld, með­stjórnandi í Sam­tökunum '78, er staddur á Suður­skauts­landinu - nánar til­tekið þeim hluta þess sem til­heyrir Suður-Ameríku­ríkinu Chile og flaggaði þar regn­boga­fánanum.

Í Chile var hjóna­band sam­kyn­hneigðra lög­leitt þann 9. nóvember. Þann 19. bar vinstri­maðurinn Gabriel Boric, sem sett hefur mál­efni hin­segin­fólks í önd­vegi, sigur úr býtum í for­seta­kosningum í landinu.

Í færslu á Face­book segir Ólafur þetta „frá­bært fyrir Chile og skref í rétta átt í heiminum. Höfnum hatri og fögnum fjöl­breyti­leikanum“.