Ólafur Alex Kúld, meðstjórnandi í Samtökunum '78, er staddur á Suðurskautslandinu - nánar tiltekið þeim hluta þess sem tilheyrir Suður-Ameríkuríkinu Chile og flaggaði þar regnbogafánanum.
Í Chile var hjónaband samkynhneigðra lögleitt þann 9. nóvember. Þann 19. bar vinstrimaðurinn Gabriel Boric, sem sett hefur málefni hinseginfólks í öndvegi, sigur úr býtum í forsetakosningum í landinu.
Í færslu á Facebook segir Ólafur þetta „frábært fyrir Chile og skref í rétta átt í heiminum. Höfnum hatri og fögnum fjölbreytileikanum“.