Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, lenti nýverið í samræðum við predikara á götum Washington. Atvikið náðist á myndband en í upphafi myndbandsins má heyra Ólaf útskýra að munur sé á hvítu fólki í Bandaríkjunum og hvítu fólki á Íslandi. Enda séu Íslendingar komnir af víkingum en Bandaríkjamenn frá Bretum. Þessa útskýringu gefur hann eftir að predikari spyr hvort að hann hafi verið hluti af hvíta fólkinu sem mismunaði svörtum í Bandaríkjunum fyrir nokkrum áratugum.

Hvítt fólk hafi sama uppruna

Predikarinn vill ekki fallast á þessa útskýringu Ólafs og segir hvítt fólk allt hafa sama uppruna og les samstarfsmaður hans því næst upp brot úr Biblíunni predikaranum til stuðnings. Í lok myndbandsins kveðst Ólafur ætla að fara heim og lesa umræddan kafla Biblíunnar aftur.

Hér má sjá myndbandið í heild sinni: