Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Hollywood-stórstjarnan Tom Cruise hittust á dögunum ef marka má ljósmynd sem eiginkona Ólafs, Dorrit Moussaieff, birti á Instagram.

Á myndinni sjást Ólafur og Cruise taka utan um hvorn annan og virðast eiga í góðu spjalli.

„Um hvað eru þessir tveir leikarar eginlega að spjalla um?“ spyr Dorrit í færslu sinni og gefur ekki upp nein svör.

Myndin sem Dorrit birti á Instagram.
Fréttablaðið/Skjáskot

Undanfarið hefur Tom Cruise verið á Svalbarða við tökur á áttundu kvikmynd Mission Impossible-seríunnar.

Leikarinn heimsfrægi lýsti Longyearbyen sem dásamlegum bæ, en athygli vakti að hann mætti ekki á Óskarsverðlaunahátíðina, þar sem hann var á Svalbarða.