Ólafur Ragnar Gríms­son minnist eigin­konu sinnar, Guð­rúnar Katrínar Þor­bergs­dóttir, með hlýju á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í dag en Guð­rún hefði orðið 85 ára í dag. Hún lést úr hvít­blæði árið 1998.

„Í dag hefði hún orðið 85 ára gömul. Í gær eignaðist elsta barna­barn hennar og nafna, litla stúlku,“ skrifar Ólafur meðal annars í færslunni þar sem hann birtir jafn­framt mynd af Guð­rúnu.

„Jafn­vel sárs­auka­fyllstu harm­leikir geta leitt okkur að fögnuði vegna nýs lífs,“ skrifar Ólafur svo í þessari ein­lægu færslu. Ólafur fagnaði sjálfur 76 ára af­mæli í ár og hefur verið virkur tals­maður Ís­lands á er­lendri grundu.