For­setinn fyrr­verandi Ólafur Ragnar Gríms­son settist við skriftir þegar heims­far­aldurinn braust út og nú hefur sú vinna skilað annarri bók, Rætur: Á æsku­slóðum minninga og mótunar, sem kemur í kjöl­far bókarinnar Sögur handa Kára sem kom út í fyrra.

„Þetta er ekki ævi­saga í venju­legum skilningi, frekar svona leit að sjálfum mér með því að skoða þennan unga dreng sem fæddist á Ísa­firði og ólst þar upp og á Þing­eyri og fór svo tíu ára til Reykja­víkur. Jafn­framt um allt þetta fólk, bæði fyrir vestan og svo hér í skólanum fyrir sunnan sem ól mig upp og hafði mikil á­hrif á mig. „Þannig að í raun og veru má segja að bókin sé svona til­raun til að svara spurningunni „Hver ert þú?“ og „Hvað hefur gert þig að þeim manni sem þú ert?“,“ segir Ólafur.

Svalar for­vitni dætranna

Ólafur Ragnar segir hug­myndina að bókinni hafa kviknað því að dætur hans, þær Guð­rún Tinna og Svan­hildur Dalla, hafi oft kvartað yfir því hversu lítið þær vissu um æsku og upp­runa föður síns vestur á fjörðum.

„Svo þegar ég hafði lokið Sögum handa Kára og stóð frammi fyrir því hvað ég ætti nú að gera á morgnana þá á­kvað ég nú að efna þetta lof­orð við dætur mínar en smátt og smátt varð bókin í höndum mínum eins konar leit að sjálfum mér. Ég á­kvað að halda í þá leit með mjög opnum huga og á­kveðnu miskunnar­leysi og hlífa ekki sjálfum mér. Eins og sést víða í bókinni þá sit ég auð­vitað 78 ára gamall með alla þessa löngu ævi að baki og fer að skoða þennan litla dreng og hvað hann gerði og hvað mótaði hann og þessi litlu sam­fé­lög fyrir vestan,“ segir Ólafur.

Ýfði upp gamalt sár

Móðir Ólafs, Svan­hildur Ólafs­dóttir Hjartar, veiktist ung af berklum og var hann sendur að­eins þriggja ára gamall til afa síns og ömmu á Þing­eyri þar sem hann dvaldi næstu sex árin.

Drengurinn sem átti eftir að verða for­seti sá því móður sína afar lítið þar til hann var orðinn tíu ára gamall þegar fjöl­skyldan flutti suður. Ólafur segir það eðli­lega hafa tekið á að skrifa um þessa at­burði þótt meira en hálf öld sé liðin.

„Ég reyni að lýsa þessu sam­bandi við hana og þessari erfiðu glímu hennar og líka hvaða á­hrif það hafði á mig að alast upp í skugga yfir­vofandi dauða móður minnar. Auð­vitað tók það á að setjast niður meira en hálfri öld síðar og skoða þetta sam­band mitt við mömmu og reyndar líka pabba og horfa svo á sjálfan mig í þessu litla þorpi fyrir vestan og síðan sam­spilinu við skóla­fé­lagana hérna í Reykja­vík. Ég notaði engar heimildir þegar ég skrifaði bókina, ég byggði þetta bara á minni og því sem rifjaðist upp og það tók tölu­vert á að gera ýmsu skil.“

Smátt og smátt varð bókin í höndum mínum eins konar leit að sjálfum mér. Ég ákvað að halda í þá leit með mjög opnum huga og ákveðnu miskunnarleysi og hlífa ekki sjálfum mér.

Skóla­líf

Síðari hluti bókarinnar fjallar um skóla­göngu Ólafs í Reykja­vík, fyrst í Mið­bæjar­skólanum, svo í Lands­prófs­deild og loks í Mennta­skólanum í Reykja­vík þaðan sem hann út­skrifaðist með stúdents­próf 1962. Ólafur segist gera ítar­lega grein fyrir skóla­lífinu í Reykja­vík og þar koma við sögu ýmsar per­sónur sem síðar urðu á­berandi í þjóð­lífinu.

„Þetta er mikið per­sónu­gallerí. Þegar út­gefandinn hafði tekið saman nafna­listann þá reyndust það vera tæp­lega 500 nöfn sem koma við sögu og margir af þeim urðu síðar þjóð­þekktir og ég segi frá ýmsum ævin­týrum okkar á yngri árum og brölti og skoðunum og sam­skiptum,“ segir hann.

Ver­öld sem var

Að sögn Ólafs er bókin ekki síður merki­leg sem sam­tíma­heimild og lýsing á ver­öld sem var, eins og ein þekktasta endur­minninga­bók sögunnar, sjálfs­ævi­saga austur­ríska rit­höfundarins Stefan Zweig, heitir.

„Smátt og smátt held ég að bókin hafi líka orðið svona lýsing á ver­öld sem var, ver­öld sem er horfin, Ís­landi sem er ekki lengur til og virkar ó­trú­lega framandi fyrir ungt fólk á þriðja ára­tug 21. aldarinnar. Ég lýsi því til dæmis hvernig menningar­lífið í Reykja­vík var; sýningar Kjarvals í gamla Lista­manna­skólanum, Hall­dór Lax­ness í bóka­búð Kron, Al­freð Flóki og Thor Vil­hjálms­son á Mokka, hvernig allt þetta var bara hluti af okkar upp­lifun. Sem og menningar­fyrir­bæri eins og Gríma og Film­ía sem voru á­hrifa­rík hér í leik­hús­lífi og kvik­myndum í kringum 1960. Þannig að þó að þorpið á Þing­eyri hafi mótað mig mikið þá er þetta líka á vissan hátt lýsing á þorpinu Reykja­vík þar sem öll okkar um­svif krakkanna í skólanum við Lækjar­götu fóru fram í næsta ná­grenni.“

Þannig að það var ekki síður menning en pólitík sem hafði á­hrif á þig á upp­vaxtar­árunum?

„Já, ég lýsi því nokkuð ítar­lega að við skóla­fé­lagarnir í Mennta­skólanum höfðum nánast engan á­huga á stjórn­málum, við vorum upp­teknir við menningu, bók­menntir, listir og æðri þjóð­mál eins og við kölluðum það. Ég lýsi því til dæmis hvernig okkur fannst sjálf­sagt að bjóða Hall­dóri Lax­ness og Sigur­birni Einars­syni biskup í heim­sókn til okkar í Mennta­skólann og setja þá bara á bekk og spyrja þá spjörunum úr.“

Heldurðu að þú munir skrifa fleiri bækur um full­orðins­árin eða efri árin síðar meir?

„Það verður nú bara að koma í ljós. Ég byrjaði á þessu föndri þegar far­aldurinn skall á af því þá gat ég ekki lengur ferðast um heiminn til að efla Hring­borð norður­slóða og sinna lofts­lags­breytingum og efla hreina orku. Þetta hefur hins vegar verið á­nægju­leg iðja og ég hef haft mjög gaman af þessu og það er aldrei að vita nema ég haldi á­fram.“