Ólafur Gunnar Guð­laugs­son bar sigur úr býtum í sam­keppninni um Ís­lensku barna­bóka­verð­launin 2021 með sögunni Ljós­bera, fyrsta bindinu í þrí­leiknum um Síðasta seið­skrattann. Ólafur hefur áður sent frá sér vin­sælar barna­bækur og leik­rit um Bene­dikt búálf en Ljós­beri er fyrsta skáld­saga hans fyrir eldri les­endur.

Ljós­beri segir frá fjórum ung­mennum sem rann­saka dular­fullan dauða læri­meistara síns. Þeim er öllum gefin skyggni­gáfa en eru mis­langt á veg komin í að beita henni. Fljót­lega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, al­heiminn og eðli til­verunnar er eins og þau héldu – eða gat órað fyrir – og vilji þeirra til að sættast við krafta sína og læra að beita þeim mun skipta sköpum í viður­eign þeirra við djöflana sem ógna til­veru okkar allra.