Ólafur Arnalds er til­nefndur til tveggja Gram­my-verð­launa en af­hending verð­launanna fer fram 31. janúar á næsta ári.

Hann er til­nefndur fyrir besta lag í flokki dans- eða raf­tón­listar fyrir lagið Loom sem hann gerði á­samt breska tón­listar­manninum Bonobo. Lagið má finna á plötunni some kind of peace sem kom út á þessu ári.

Auk þess er Ólafur til­nefndur fyrir bestu út­setningu fyrir lagið Bot­t­om Lin sem hann út­setti á­samt söng­konunni Josin.

Hér má sjá allar til­nefningar til Gram­my-verð­launanna 2022.