Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristins­dóttir og eigin­maður hennar Thom­as Boja­nowski hafa sett „full­komnu fyrstu í­búðina“ þeirra á sölu. Um er að ræða 96 fer­metra þriggja her­bergja eign í fjöl­býlis­húsi við Holts­veg 2 í Urriða­holts­hverfi í Garða­bæ.

Í­búðin er á fjórðu hæð og er 88,1 fer­metrar að stærð með 8,3 fer­metra geymslu. „Í­búðin er fal­legum ró­legum stað þar sem stutt er í úti­vist og aðra þjónustu s.s. skóla og leik­skóla, auk þess er Bónus og Costco, í göngu­færi“, segir í aug­lýsingu á vef fast­eigna­sölunnar Garða­torgs.

Ólafía greindi frá því á Insta­gram í dag að í­búðin væri til sölu.
Mynd/Instagram
Í­búðin er á fjórðu hæð og er 88,1 fer­­metrar að stærð.
Mynd/Instagram

Ólafía og Thomas eignuðust í júlí soninn Maron Atlas Thomas­son. Hún greindi frá því á Insta­gram í nóvember að fjöl­skyldan hefði fest kaup á nýrri fast­eign.