Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og eiginmaður hennar Thomas Bojanowski hafa sett „fullkomnu fyrstu íbúðina“ þeirra á sölu. Um er að ræða 96 fermetra þriggja herbergja eign í fjölbýlishúsi við Holtsveg 2 í Urriðaholtshverfi í Garðabæ.
Íbúðin er á fjórðu hæð og er 88,1 fermetrar að stærð með 8,3 fermetra geymslu. „Íbúðin er fallegum rólegum stað þar sem stutt er í útivist og aðra þjónustu s.s. skóla og leikskóla, auk þess er Bónus og Costco, í göngufæri“, segir í auglýsingu á vef fasteignasölunnar Garðatorgs.

Ólafía greindi frá því á Instagram í dag að íbúðin væri til sölu.
Mynd/Instagram

Íbúðin er á fjórðu hæð og er 88,1 fermetrar að stærð.
Mynd/Instagram
Ólafía og Thomas eignuðust í júlí soninn Maron Atlas Thomasson. Hún greindi frá því á Instagram í nóvember að fjölskyldan hefði fest kaup á nýrri fasteign.