Ólafía Þórunn Kristins­dóttir, golfari, og eigin­maður hennar Thomas Boja­nowski eiga von á barni í sumar. Kylfingurinn deildi góðu fréttunum með vinum og að­dá­endum á Insta­gram-síðu sinni fyrr í kvöld. Þar klæðist hún þröngum kjól sem sýnir fal­lega ó­léttu­bumbuna vel.

„Komin hálfa leið. Við erum svo spennt að eiga von á einu litlu næsta sumar. Svo mikil ást og spenna,“ segir Ólafía Þórunn í færslunni sem má sjá hér að neðan.

Ólafía Þórunn er einn fremsti í­þrótta­maður Ís­lendinga enda var hún valin Í­þrótta­maður ársins árið 2017. Hún er fædd 1992 og er þetta fyrst barn Ólafíu Þórunnar.