Lífið

„Okkur langaði að geta verið 100 prósent við sjálfar“

​Ingileif og María Rut eru nú í brúðkaupsferðalagi eftir að þær gengu í hjónaband síðasta laugardag. Þær fengu ferðaskrifstofu til að aðstoða sig við að finna áfangastaði sem henta hinsegin fólki vel því þeim langaði að geta verið 100 prósent þær sjálfar í brúðkaupsferðalaginu.

Þær Ingileif og María gengu í hjónaband síðasta laugardag og munu verja hveitibrauðsdögunum í þremur löndum á þrettán dögum. Á myndinni eru þær í Toronto. Mynd/Ingileif Friðriksdóttir

Ingileif Friðriksdóttir, þáttastjórnandi á RÚV, og María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, eru nú í brúðkaupsferðalagi eftir að þær gengu í hjónaband síðasta laugardag á Flateyri.

Þær munu verja hveitibrauðsdögum sínum í þrettán daga ferðalagi til þriggja landa. Þær hófu ferðalagið á þriðjudaginn í Toronto í Kanada. Að því loknu fara þær til Cancún í Mexíkó og ljúka svo ferðinni í New York í Bandaríkjunum.

„Við erum að taka því rólega í dag. Við erum að fara á eftir að skoða Niagara Falls og eru bara að bíða eftir rútunni,“ segir Ingileif og bætir við að Toronto sé ekki endilega borg sem þær hefði sjálfar valið að fara til, en hún hafi komið skemmtilega á óvart. 

Sjá einnig: Fólks­fjöldi Flat­eyrar tvö­faldast í fjögurra daga brúð­kaupi

„Við erum búnar að fara hverfi hérna þar sem allt er skreytt með regnbogafánanum og allt mjög „gay-friendly“. Það er ótrúlega skemmtilegt að koma í hverfi sem er sérstaklega tileinkað hinsegin fólki,“ segir Ingileif.

Hún segir að þær hafi uppahaflega ekki verið búnar að plana neina brúðkaupsferð en eftir að vinir þeirra ráðlögðu þeim að fara beint eftir brúðkaupið í ferðina ákváðu þær að kíkja á tilboð og ferðir.

„Það er mjög skemmtilegt og óvænt hvernig þetta kom til. Við ætluðum okkur eiginlega ekkert að fara í rosa ferð, aðallega því við höfðum engan tíma til að skipuleggja það því við vorum á milljón í brúðkaupsundirbúningi. En vinir okkur sögðu við okkur að fara beint í brúðkaupsferð eftir brúðkaupið, ef við hefðum tök á því. Því það væri svo svakalegur skellur að koma niður á jörðina í hversdagsleikann strax. Við fórum þá á fullt að skoða alla möguleika,“ segir Ingileif.

Hafa lent í því að þurfa að google-a staði áður

Hún segir að þegar þær byrjuðu að skoða ferðir hafi þær rekist á hinsegin heimsreisu hjá ferðaskrifstofunni Kilroy og þær hafi því ákveðið að hafa samband við skrifstofuna og sjá hvort hún væri til í að aðstoða þær við að skipuleggja ferðina.

„Okkur fannst skemmtilegt að pæla í hinsegin áfangastöðum því við höfum alveg lent í því að þurfa að google-a staði áður en við förum af stað í ferðalag til að sjá hvort getum leiðst úti á götu eða kysst. Okkur langaði, því þetta er brúðkaupsferðin okkar, að geta verið 100 prósent við sjálfar,“ segir Ingileif.

Kilroy tók vel í að aðstoða þær og niðurstaðan var svo sú að þær myndu fara í samstarf með þeim og deila myndum af ferðalaginu á samfélagsmiðla hjá þeim.

„Okkur langaði að sýna hinsegin fólki að þau geti farið í brúðkaupsferð og notið þess, án þess að þjappa sér inn í skápinn,“ segir Ingileif.

Báðu um upplifanir í stað hluta í brúðkaupsgjöf

Kilroy hjálpaði þeim einnig við að finna góð tilboð þannig ferðin yrðu á viðráðanlegu verði, auk þess sem þær fengu góðan ferðasjóð í brúðkaupsgjöf, en þær báðu gesti um „upplifanir“ í stað hluta.

„Það var auðvitað besta gjöfin að fá fólk til Flateyrar, en ef það vildu gefa okkur gjafir þá báðum við um upplifanir, frekar en hluti þannig við fengum góðan ferðasjóð í brúðkaupsgjöf,“ segir Ingileif. 

Hún segir að ferðin hafi í raun ekki verið niðurnegld fyrr en fyrir viku síðan og þær haft lítinn tíma til að pæla í áfangastöðunum. Þær treysti Kilroy hins vegar alfarið fyrir skipulagningunni. Ingilef segir að það sé vissulega undarlegt að fara til útlanda án þess að vita nákvæmlega hvað gerist næst, en það sé á sama tíma mjög spennandi.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi Ingileifar og Maríu á Instagram KILROY en það má finna undir: @kilroyiceland og á Snapchatti Hinseginleikans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fólks­fjöldi Flat­eyrar tvö­faldast í fjögurra daga brúð­kaupi

Lífið

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Tíska

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Auglýsing

Nýjast

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Eld­húsið færir hana nær heima­slóðunum

Hin myrka hlið ástarinnar

Auglýsing