Á­horf­endur breska sjón­varps­þáttarins Top Gear virðist sumum hafa orðið óglatt yfir þætti gær­kvöldsins.

Paddy McGu­in­ness og Chris Har­ris voru staddir á Ís­landi í þættinum og lentu þeir í ýmsum ævin­týrum eins og þeim einum er lagið.

The Sun fjallar um þáttinn og við­brögð á­horf­enda eftir að þeir fé­lagar gæddu sér á ís­lenskum þorra­mat.

Ó­hætt er að segja að Paddy hafi verið lítt hrifinn af matar­bakkanum sem inni­hélt meðal annars hrúts­punga, súran hval, grafna gæs og sviða­kjamma svo eitt­hvað sé nefnt.

Chris var aftur á móti opnari fyrir því að prófa eitt­hvað nýtt og gæddi hann sér til dæmis á hrúts­pungum sem hann setti ofan á brauð.

The Sun fjallar um við­brögð á­horf­enda á Twitter og virðist mörgum hafa verið nóg boðið eins og sjá má hér að neðan.

Hér má sjá myndbrot úr þætti Top Gear í gærkvöldi.