Pallarnir eru þrír talsins og þegar fjara er reisir sá hæsti sig í einhverja fjórtán metra.

Í sumar stendur Konni fyrir sjó- og klettastökksnámskeiðinu Hoppa með Konna Gotta þar sem börn á aldrinum 10-14 ára geta boðið þyngdaraflinu birginn.

Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði myndbandi af einu stökkinu í gær, en þar stekkur Jakob Steinn, 7 ára sonur Gotta, algerlega fumlaust.