Þessi bragðgóða og einfalda útgáfa af klassískum malasískum rétti birtist á matarvef BBC, Good Food. Það tekur bara um 15-20 mínútur að gera hana til og hún er nóg fyrir fjóra.

500 ml af heitu kjúklinga- eða grænmetissoði

400 ml af kókosmjólk úr dós

1 matskeið af grænu eða rauðu taílensku karrýmauki

1 teskeið af möluðu túrmerik

3 húð- og beinlausar kjúklingabringur, skornar í sneiðar

250 grömm af hrísgrjónanúðlum

300 grömm af foreldaðri „stir-fry“ grænmetisblöndu sem inniheldur baunaspírur

Aðferð:

Skref 1: Sjóðið fyrst vatn. Takið svo soðið, kókosmjólkina, karrýmaukið, túrmerik og kjúklinginn og setjið í stóra skál sem þolir örbylgjuofn. Setjið matarfilmu yfir, gatið hana nokkrum sinnum og hitið í örbylgjuofni á mesta hita í fimm mínútur. Takið skálina svo úr ofninum og fjarlægið matarfilmuna, hrærið og eldið í fimm mínútur í viðbót þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Skref 2: Á meðan skulið þið setja núðlurnar í aðra stóra skál. Hellið svo sjóðandi vatni yfir og látið þær liggja í bleyti í fjórar mínútur og hellið vatninu svo af.

Skref 3: Blandið grænmetinu og núðlunum út í skálina með kjúklingnum og notið svo ausu til að setja í djúpar skálar og berið fram með skeiðum og göfflum.