Banda­ríska söng­konan Ariana Grande hefur farið fram á nálgunar­bann gegn manni sem hefur of­sótt hana um sjö mánaða skeið. Frá þessu greinir TMZ.

Maðurinn kom á heimili Grande 9. septem­ber vopnaður hnífi. Hún var heima er Aharon Brown kom þangað með stærðarinnar veiði­hníf og veittist að öryggis­vörðum. Er hann var beðinn um að yfir­gefa svæðið varð hann reiður og öskraði „Ég drep þig og hana.“

Öryggis­verðir Grande óskuðu að­stoðar lög­reglu vegna mannsins sem flúði af vett­vangi og sinnti ekki fyrir­mælum lög­reglu. Hann var að lokum hand­samaður og er í gæslu­varð­haldi, á­kærður fyrir morð­hótanir.
Lög­fræðingar á vegum söng­konunnar lögðu fram nálgunar­banns­beiðnina og með henni fylgdi yfir­lýsing frá lög­reglu­manni þar sem hann sagðist óttast að maðurinn myndi halda of­sóknum á­fram ef honum yrði sleppt. Því væri nálgunar­bann nauð­syn­legt.

„Ég óttast um öryggi mitt og fjöl­skyldu minnar. Ég óttast að ef nálgunar­banns nýtur ekki við muni herra Brown aftur koma að heimili mínu og reyna að beita mig of­beldi eða myrða mig eða fjöl­skyldu­með­limi,“ segir í yfir­lýsingu frá Grande sem fylgdi nálgunar­banns­beiðninni.