Að­gerða­sinna­hópurinn Öfgar greinir frá því á Twitter að þau eru komin vel á veg með að gera nýtt hlað­varp en þeim vanti enn nafn. Nokkrar hug­myndir eru varpaðar fram og fylgj­endur beðnir um að koma með upp­á­stungur.

Nöfnin sem Öfgar hefur þegar milli handanna eru „Öfga­kastið“, „Öfga­varpið“, „Hvíslið“, „Öskrið“ eða ein­fald­lega „Öfgar“. Fylgj­endur Öfga hafa stokkið til og stungið upp á fleiri nöfnum eða lýst yfir sínu upp­á­haldi. Meðal uppástungnanna eru „Svarti listinn“, „Engar öfgar“ og „Öfga­gargið“.

Hlað­varpið á að vera fræðslu­þættir um kyn­bundið of­beldi þar sem fjallað verður um mis­munandi mál­efni í hverri seríu. Fyrsta serían verður um réttar­kerfið.

Ninna Karla Katrínardóttir, sem situr í stjórn Öfga, sagði í við­tali við Frétta­blaðið í apríl að við­mælendur verði fengnir sem tengjast mál­efninu og í loka­þættinum séu fengnir sér­fræðingar til að ræða seríuna. Fyrsta serían verður sjö þættir. Þær gera ráð fyrir að þættirnir verði í opinni dag­­skrá en eiga eftir að meta hversu mikil vinnan er og hvert um­­­fangið er.