The Office stjarnan Rainn Wilson er staddur hérlendis, svo er virðist við upptökur á sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Í innleggi á samskiptamiðlinum Twitter birti hann mynd af tökuliðinu sem hann segir líta úr eins og sannkallaða víkinga. Taggar hann sjónvarpsþáttinn Ráðherrann ásamt leikaranum Ólafi Darra í innlegginu, en á myndinni sést annar leikstjóri þáttanna , Arnór Pálmi Arnarsson. Samkvæmt Kvikmyndasjóð er Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstjóri ásamt Arnóri.

Útvarps og sjónvarpskonan Björg Magnúsdóttir, rithöfundurinn Birkir Blær og lögfræðingurinn Jónas Margeir skrifa þættina. Ólafur Darri fer með titilhlutverkið en með honum í þættinum leika Þuríður Blær, Aníta Briem og Þorvaldur Davíð. Við getum því hlakkað til að sjá þetta einvalalið bregða fyrir á skjáum landsmanna fyrr en síðar.

Í lýsingu þáttanna á heimasíðu Kvikmyndasjóðs eru þeir sagðir fjalla forsætisráðherra sem greinist með geðhvarfasýki, og hvernig aðstoðarmanneskja hans þarf að leggja allt að veði til að leyna sjúkdómnum fyrir alþjóð.

Ef eitthvað er að marka færslu Rainn á Twitter, þá bregður honum í það minnsta fyrir í þáttunum, en það er óstaðfest hvort hlutverk hann sé stærra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikarinn kemur til landsins en hann hefur áður haldið fyrirlestur hér á landi um Bahá'í trúnna.

Hann gerði garðinn frægan í bandarísku útgáfu þáttanna The Office sem hinn auð-pirraði Dwight.