Lífið

Öðru­vísi en aðrar hönnunar­stofur

Tvær ungar konur stofnuðu hönnunar- og hug­mynda­stofuna Stu­dio Holt í fyrra. Þær munu kynna stofuna og verk­efnin sem þær hafa tekist á við á við­burðinum Wo­men In Design annað kvöld.

Júlía Runólfsdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir stofnendur Studio Holt. Mynd/Hrefna Björg Gylfadóttir

Við fundum að við leituðum alltaf til hvor annarrar þegar það komu verkefni og við komum úr mismunandi áttum þannig að okkur hefur gengið mjög vel að vinna saman. Við ákváðum svo í fyrra þegar ég var að útskrifast að taka þetta alla leið,“ segir Júlía Runólfsdóttir, önnur stofnenda Studio Holt, í samtali við Fréttablaðið. 

Júlía er grafískur hönnuður en Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir hefur starfað í auglýsingabransanum. Þær unnu áður að stofnun veftímaritsins Blær sem hlaut samtals fjögur nýsköpunar- og hönnunarverðlaun. Tímaritið kom út á árunum 2014 til 2015 í tíu útgáfum.

Veftímaritið Blær kom út í tíu útgáfum. Mynd/Studio Holt

Þær Júlía og Svanhildur höfðu því fengið góða reynslu þegar þær stofnuðu hönnunar- og hugmyndastofuna Studio Holt, þar sem þær vinna fjölbreytt verkefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Meðal annars taka þær að sér heimasíðugerð, vörumerkjahönnun, ímyndunarsköpun og mörkun (e. branding) fyrirtækja og einstaklinga.

 „Við erum öðruvísi en aðrar stofur að því leiti til að við ráðum fólk í hvert verkefni í staðin fyrir að vera með marga starfsmenn. Við vinnum mikið með öðrum hönnuðum og forriturum,“ segir Júlía.

Nýjar umbúðir fyrir hamborgarastaðinn Metro sem þær Júlía og Svanhildur unnu að. Mynd/Studio Holt

Kvenkyns hönnuðir

Annað kvöld munu þær síðan kynna stúdíóið og vinnu sína fyrir áhugasömum á viðburði sem kallast Women In Design eða konur í hönnun, sem haldin verður á skrifstofum Aranja í Nóatúni 17 klukkan sex. Viðburðurinn er haldinn reglulega og er markmiðið með honum að vekja athygli á konum í hönnunargeiranum.

Þegar Júlía er spurð að því hverskonar verefni þær Svanhildur hafi fengist við frá því að þær stofnuðu Studio Holt nefnir hún til dæmis pizzastaðinn Flatey, en þær Svanhildur komu að ímyndunarsköpun og allri grafískri hönnun veitingarstaðarins.

„Flatey er líklega það stærsta, en við gerðum geðfræsluverkefnið Hugrúnu, allt fyrir Hjallastefnuna, vinnum fyrir Húrra Reykjavík og ýmisleg minni verkefni, bækur, tónlistarmyndbönd og tímarit.“

Júlía segir hópinn sem leitar til þeirra mjög fjölbreyttan, allt frá einstaklingum til stórra fyrirtækja.

„Það er í rauninni bara allur skalinn, stór fyrirtæki og lítil en líka fyrirtæki sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni.“ 

Eitt af fyrstu verkefnum þeirra í Studio Holt var að hanna ímynd pizzastaðarins Flatey. Mynd/Studio Holt

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Lífið

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Lífið

Raddirnar verða að heyrast

Auglýsing

Nýjast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Líkt við Gaultier og Galliano

Í­huguðu nánast alla leikara í Hollywood fyrir Titanic

Auglýsing