Frönsku tví­bura­bræðurnir Grichka og Igor Bogda­noff eru báðir látnir, 72 ára að aldri, eftir bar­áttu við Co­vid-19. Bogda­noff-bræðurnir voru nokkuð þekktir í Frakk­landi og störfuðu til dæmis í sjón­varpi.

Í frétt BBC kemur fram að báðir hafi lagst inn á sjúkra­hús um miðjan desember eftir að hafa greinst með Co­vid-19. Þeir voru báðir óbólu­settir og hafði veiran að lokum betur. Grichka lést þann 28. Desember en Igor lést á mánu­dag, 3. janúar.

Luc Ferry, fyrr­verandi mennta­mála­ráð­herra Frakk­lands og góður vinur bræðranna, sagði við dag­blaðið Le Parisien í síðustu viku að bræðurnir væru ekki endi­lega mót­fallnir bólu­setningum. Þeir hafi hins vegar ekki talið neina þörf á að þiggja bólu­efni þar sem þeir væru báðir heilsu­hraustir og í góðu formi.

Ferry sagðist þrátt fyrir það hafa hvatt bræðurna í­trekað til að láta bólu­setja sig en þeir látið þau til­mæli sem vind um eyru þjóta.