Gabriela Elisabeth Pitterl er verslunarstjóri Hugo Boss í Kringlunni og er með puttana á púlsinum þegar kemur að stefnum og straumum í tískunni og í allri framleiðslunni.

Segðu okkur aðeins frá stefnu Hugo Boss þegar kemur að umhverfismálum í hönnunar- og framleiðsluferli þeirra?

„Hugo Boss styður við vinnu við bómullariðnað í Afríku og um leið að aðstoða við uppgang þessarar heimsálfu enda brýn þörf á því. CMIA (Cotton made in Africa) hjálpar smærri bændum í Afríku að auka uppskeru og passa upp á náttúrulegar auðlindir, hjálpar til að gera bómullariðnað meira sjálfbæran.

Hér má sjá brot af vor- og sumarlínu Hugo Boss á þessu ári þar sem fágaður stíll er í forgrunni, töffarinn fær líka að láta ljós sitt skína og einfaldleikinn nýtur sín til fulls. Kvenleg snið fá að njóta sín á stílhreinan hátt. Runway edition er nýjasta l

Það er bannað að nota erfðabreytt fræ og skógarhögg á stærri skógum og því er fylgt vel eftir.“

Þegar kemur að vali á efni í fatnaðinn hjá Boss, hvað er haft að leiðarljósi?

„Sem dæmi má nefna að ullin sem Hugo Boss notar er frá vottuðum ræktendum sem fylgja ströngustu reglum um dýravelferð. En þegar efni og efnablöndur er valið er ávallt þetta haft að leiðarljósi,“ segir Gabriela stolt af því að geta bent á stefnu framleiðandans.

Hvernig myndir þú lýsa stíl Hugo Boss í einni setningu?

„Hugo Boss stendur fyrir óaðfinnanlegan stíl, ósveigjanleg gæði og ábyrga nálgun á heiminn í kringum okkur.“ Skipta umhverfisspor Hugo Boss miklu máli? „Já, mjög svo og það er allt gert til að huga að umhverfinu. Hugo Boss gerir mikið úr því að minnka umhverfisspor sitt fyrir plánetuna og komandi kynslóðir.“