„Okkur finnst ekkert betra en að fá börn til að brosa, hlæja og dansa með okkur. Hamingjan sjálf er falin í hlátri barns,“ segja þeir Gunnar Helga­son og Felix Bergs­son, en á morgun kemur út nýtt lag með þeim fé­lögum, Djiddum, eftir Mána Svavars­son, sem samdi einnig tón­listina fyrir Lata­bæ. Orðið „Djiddum“ er ný­yrði sem stendur fyrir allt sem er skemmti­legt.

Sama dag frum­sýna þeir mynd­band á Youtu­be við Djiddum, þar sem Gunni og Felix dansa með hópi krakka úr Dans­skóla Birnu Björns. Hreyfingar eru ein­faldar og til þess gerðar að allir geti dansað með. „Lagið styrkir okkur í því að halda á­fram að skemmta fjöl­skyldum á Ís­landi og létta okkur öllum lífið í gráma hvers­dagsins.“

Lagið kemur inn á Spoti­fy og Youtu­be á morgun, sunnu­daginn 12. septem­ber, og á sama tíma detta inn á Spoti­fy nokkur eldri lög frá Gunna, Felix og Mána. Þau eru „Vaska vaska“, „Bakara­ofninn“ og „Öll erum við eitt.“

Dag­setningin var ekki valin af til­viljun en þennan dag áttu að fara fram tón­leikar í til­efni af 25 ára sam­starfs­af­mæli Gunna og Felix. Þeir neyddust til að fresta þeim á ný og stefna nú á að halda tón­leikana 30. janúar næst komandi. Út­gáfa lagsins er þannig eins­konar þakk­lætis­vottur til þeirra sem hafa beðið spennt eftir tón­leikunum.

Gunni og Felix ætla að fagna 25 ára samstarfi með stórtónleikum.
Aðsend mynd