Bónus kynnti í dag nýjan grís, eða nýtt logo, og nýjan lengri opnunar­tíma í sjö verslunum sínum á höfuð­borgar­svæðinu og á Akur­eyri. Þær verða allar opnar til átta um kvöldið. Verslanirnar eru á Smára­torgi, Skeifunni, Spöng, Fiski­slóð, Hellu­hrauni, Mos­fells­bæ og Lang­holti á Akur­eyri.

Nýi grísinn hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum enda hefur merki verslunarinnar verið eins svo lengi sem menn og konur muna eftir.

Hér að neðan má fyrst sjá nýja grísinn og svo að neðan við­brögð net­verja, sem eru nokkuð mis­jöfn, og mögu­lega mætti draga þá á­lyktun að flestir, ef ekki allir, séu ekki hrifnir af út­lits­breytingunni.

Hér að neðan má sjá viðbrögðin.

Þá hefur breytingin einnig vakið upp umræðu um aðrar útlitsbreytingar, eins og breytingar á útliti Smámál.