Bónus kynnti í dag nýjan grís, eða nýtt logo, og nýjan lengri opnunartíma í sjö verslunum sínum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þær verða allar opnar til átta um kvöldið. Verslanirnar eru á Smáratorgi, Skeifunni, Spöng, Fiskislóð, Helluhrauni, Mosfellsbæ og Langholti á Akureyri.
Nýi grísinn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum enda hefur merki verslunarinnar verið eins svo lengi sem menn og konur muna eftir.
Hér að neðan má fyrst sjá nýja grísinn og svo að neðan viðbrögð netverja, sem eru nokkuð misjöfn, og mögulega mætti draga þá ályktun að flestir, ef ekki allir, séu ekki hrifnir af útlitsbreytingunni.
Hér að neðan má sjá viðbrögðin.
Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021
næsta bonus logo pic.twitter.com/D7uA4NkcCW
— slemmi (@selmalaraa) November 12, 2021
feel like pure shit just want him back pic.twitter.com/z5OuhEwnf8
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) November 12, 2021
— Alexander Jens (@al3xjens) November 12, 2021
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) November 12, 2021
Þá hefur breytingin einnig vakið upp umræðu um aðrar útlitsbreytingar, eins og breytingar á útliti Smámál.
Þráður: Léleg re-branding
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) November 12, 2021
Fyrst við erum byrjuð að grenja yfir þessu bónus rebrandingi þá skulum við ræða þetta mál líka. Hvernig gat þetta gerst?!?!? pic.twitter.com/n9HZjhlunU