Hatari sendi sér nýtt lag og tónlistarmyndband ásamt palestínska tónlistamanninum Bashar Murad. Lagið heitir KLEFI / SAMED (صامد).

Rúmlega 78 þúsund manns hafa nú þegar horft á myndbandið og hafa netverjar hvaðanæva úr heiminum verið að skrifa athugasemdir við myndbandið að spauga eða lýsa yfir stuðningi við Hatara.

Bashar Murad er hinsegin palestínskur söngvari frá Austur-Jerúsalem. Hann kom fram á sniðgöngutónleikunum Globalvision þegar Hatari var að keppa í Eurovision.

Hatari og Bashar Murad eru skráðir sem framleiðendur og leikstjórar. Pétur Már Pétursson, Baldvin Vernharðsson og Ingi Kristján Sigurmarsson sáu um klippingu en Ingi Kristján hannaði einnig merki Hatara.

Þá er þetta sjötta lag sem Hatari hefur gefið frá sér en hljómsveitin gaf út smáskífuna Neysluvara árið 2017.

Sjáðu tónlistarmyndbandið hér: