Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra sem stóð uppi sem sigurvegarar í Eurovision í gærkvöldi hefur birt nýtt myndband við sigurlagið.

Myndbandið er tekið upp víðs vegar um Úkraínu í miðju stríði og sýnir hryllinginn þar.

Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, brást við sigri sinna manna í gærkvöldi með færslu á Telegram þar sem hann sagði: „Hugrekki okkar heillar heiminn, tónlistin okkar sigrar Evrópu! Á næsta ári mun Úkraína halda Eurovision."

Brot úr nýja myndbandinu má sjá hér að neðan og í heild sinni á Youtube.