Þrátt fyrir að nýjustu seríunni af Love Is­land sé lokið, þá eru kepp­endur alls ekki hættir að para sig saman.

Love Is­land kepp­endurnir Jacqu­es O´Neill og Antigoni Buxton, sem tóku bæði þátt í nýjustu seríunni, sáust saman í Manchester. Fjöl­miðar í Bret­landi greina frá því að þau væru að fá sér kvöld­mat saman, en þau hafa þróað með sér sam­band eftir að hafa lokið þátt­töku í þáttunum.

Antigoni og Jacques.
Skjáskot/The Sun

Eins og þeir sem horfðu á þættina vita þá hætti Jacqu­es sjálf­viljugur í þáttunum til þess að huga að and­legu heilsunni sinni. Hann hafði verið með Pai­ge Thorn­e, en hún hóf sam­band með Adam Collard eftir að Jacqu­es fór.

Antigoni átti ekki sjö dagan sæla á Spáni, en henni tókst ekki að mynda náið sam­band með strákunum og var því send heim.