Svala Björg­vins gaf út nýtt lag á föstu­dag sem kallast Birtunnar brú. Lagið fjallar um að elska alla þá sem þú elskar skil­yrðis­laust og að taka þeim eins og þau eru, og öllu sem þeim fylgir, að sögn Svölu.

Lagið samdi Þórir Úlfars­son en textann Kristján Hreins­son. Svala segir að textinn hafi kallað til hennar og hún hafi tengt hann við kær­leikann sem hún veitir sjálfri sér og öllum í hennar lífi.

Svala segir að henni þyki mikil­vægt að dæma ekki aðra heldur að sýna öllum sama skilning, ást og um­hyggju. Við séum öll mann­leg og að allir vilji kær­leika og að vera elskuð fyrir allt sem þau eru. Hún segist ekki hrifin af því að tala aðra niður eða hlusta á aðra gera það.

Mynd­band við lagið má sjá hér að neðan en það er fram­leitt af Álf­rúnu Kol­brúnar­dóttur.