Álf­heið­ur Emils­dótt­ir byrj­að­i seint að búa til list en seg­ir að hún gefi henn­i hug­ar­ró um­fram ann­að sem hún hef­ur reynt. Álf­heið­ur er 65 ára og hef­ur ver­ið ekkj­a frá því að hún var 40 ára. Hún hélt ný­ver­ið sína fyrst­u sýn­ing­u á mynd­un­um sín­um sem er hægt að lýsa sem ein­hvers kon­ar úr­klipp­i­mynd­um. Sýn­ing­in var í heim­a­hús­i hjá vini henn­ar en hann bauð henn­i að­stöð­un­a.

Ég hef allt­af aug­un op­inn ef ég fer eitt­hvað.

„Á tvö upp­kom­in börn og fjög­ur barn­a­börn. Líf mitt hef­ur ver­ið lit­ríkt bæði á já­kvæð­an og nei­kvæð­an hátt. Mér finnst mik­il­vægt að tjá mig gegn­um list­in­a. List­in gef­ur mér hug­ar­ró og er betr­i en ann­að að mínu mati. Ég byrj­að­i að leik­a mér með strig­a fyrst fyr­ir nokkr­um árum með því að týna blóm úr Ellið­a­ár­daln­um. Síð­an fór ég að þróa þett­a,“ seg­ir Álf­heið­ur og að hún hafi not­að hlut­i sem átti að hend­a eins og skart­grip­i, blúnd­ur, peys­ur og í raun allt sem henn­i datt í hug að nota.

„Ég hef keypt­i á mörk­uð­um Abc, Her­i­tex, Rauð­a Kross­in­um og hjá Góða hirð­in­um. Ég hef allt­af aug­un op­inn ef ég fer eitt­hvað. Mér finnst skemmt­i­leg­ast að reyn­a eitt­hvað nýtt. Það er um að gera að pruf­a sig á­fram. Mér hef­ur dott­ið í hug að kenn­a fólk­i að búa til svon­a mynd­ir. Það á eft­ir að koma í ljós,“ seg­ir Álf­heið­ur.

Myndirnar eru litríkar.
Fréttablaðið/Valli

Langaði aldrei að gera venjulegar myndir

Hún seg­ir að hana hafi aldr­ei lang­að að gera venj­u­leg­ar mynd­ir og að inn­blást­ur hafi hún feng­ið úr sínu eig­in lífi.

„Vegn­a stöð­u minn­ar bæði sem ör­yrk­i og kona með sér­stak­a sýn á lif­ið. Neyð­in kenn­ir mér að líta öðr­um aug­um á líf­ið, til dæm­is að hend­a því ekki sem hægt er að nota.“

Eins og má sjá nýtir Álfheiður það sem hún finnur heima og úti.
Fréttablaðið/Valli

Yndislegt að vera í Breiðholti

Álf­heið­ur seg­ir að hún nýti einn­ig það sem hún finn­ur í nær­um­hverf­i sínu en síð­ust­u níu árin hef­ur hún búið í Breið­holt­i.

„Það er ynd­is­legt að búa í Breið­holt­i, og það er allt við hönd­in­a. Ellið­a­ár­dal­ur­inn er ör­stutt frá mér. Hvar er betr­i að hugs­a og fá orku beint í æð.

Líf­ið hef­ur far­ið mis­vel með fólk og hef ég þurft að hafa fyr­ir hlut­un­um.

Ég var allt­af þar sem krakk­i bjó þá á Sog­a­veg­i. Ég á litl­a dá­sam­leg­a fjöl­skyld­u. Því­líkt lán að eiga hana. Líf­ið hef­ur far­ið mis­vel með fólk og hef ég þurft að hafa fyr­ir hlut­un­um. Frá því að vera fín frú og eiga allt, yfir í það að vera kona sem hef­ur haft lít­ið mill­i hand­ann­a á­samt því að heils­an hef­ur ekki ver­ið góð og ger­ast ör­yrk­i. Ég trúi á karm­a ef gert er gott fáum við það marg­falt til baka,“ seg­ir Álf­heið­ur að lok­um.