Álfheiður Emilsdóttir byrjaði seint að búa til list en segir að hún gefi henni hugarró umfram annað sem hún hefur reynt. Álfheiður er 65 ára og hefur verið ekkja frá því að hún var 40 ára. Hún hélt nýverið sína fyrstu sýningu á myndunum sínum sem er hægt að lýsa sem einhvers konar úrklippimyndum. Sýningin var í heimahúsi hjá vini hennar en hann bauð henni aðstöðuna.
Ég hef alltaf augun opinn ef ég fer eitthvað.
„Á tvö uppkomin börn og fjögur barnabörn. Líf mitt hefur verið litríkt bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Mér finnst mikilvægt að tjá mig gegnum listina. Listin gefur mér hugarró og er betri en annað að mínu mati. Ég byrjaði að leika mér með striga fyrst fyrir nokkrum árum með því að týna blóm úr Elliðaárdalnum. Síðan fór ég að þróa þetta,“ segir Álfheiður og að hún hafi notað hluti sem átti að henda eins og skartgripi, blúndur, peysur og í raun allt sem henni datt í hug að nota.
„Ég hef keypti á mörkuðum Abc, Heritex, Rauða Krossinum og hjá Góða hirðinum. Ég hef alltaf augun opinn ef ég fer eitthvað. Mér finnst skemmtilegast að reyna eitthvað nýtt. Það er um að gera að prufa sig áfram. Mér hefur dottið í hug að kenna fólki að búa til svona myndir. Það á eftir að koma í ljós,“ segir Álfheiður.

Langaði aldrei að gera venjulegar myndir
Hún segir að hana hafi aldrei langað að gera venjulegar myndir og að innblástur hafi hún fengið úr sínu eigin lífi.
„Vegna stöðu minnar bæði sem öryrki og kona með sérstaka sýn á lifið. Neyðin kennir mér að líta öðrum augum á lífið, til dæmis að henda því ekki sem hægt er að nota.“

Yndislegt að vera í Breiðholti
Álfheiður segir að hún nýti einnig það sem hún finnur í nærumhverfi sínu en síðustu níu árin hefur hún búið í Breiðholti.
„Það er yndislegt að búa í Breiðholti, og það er allt við höndina. Elliðaárdalurinn er örstutt frá mér. Hvar er betri að hugsa og fá orku beint í æð.
Lífið hefur farið misvel með fólk og hef ég þurft að hafa fyrir hlutunum.
Ég var alltaf þar sem krakki bjó þá á Sogavegi. Ég á litla dásamlega fjölskyldu. Þvílíkt lán að eiga hana. Lífið hefur farið misvel með fólk og hef ég þurft að hafa fyrir hlutunum. Frá því að vera fín frú og eiga allt, yfir í það að vera kona sem hefur haft lítið milli handanna ásamt því að heilsan hefur ekki verið góð og gerast öryrki. Ég trúi á karma ef gert er gott fáum við það margfalt til baka,“ segir Álfheiður að lokum.