Fyrir sælkerana er kjörið tækifæri til njóta þeirra syndsamlegu og ljúffengu matvæla sem hafa litið dagsins ljós hjá frumkvöðlum. Nokkrir veitingastaðir hafa tekið höndum saman við frumkvöðla og sett saman viðburði sem enginn sælkeri má láta fram hjá sér fara. Nú er lag að grípa tækifærið og njóta þeirra skemmtilegu matvæla sem eru í boði hjá þátttakendum hátíðarinnar.

Flatey pitsa.jpeg

Flatey Pizza

Flatey Pizza tekur þátt í Nýsköpunarvikunni í ár sem hluti af viðburðinum Matur og drykkur. Þar para veitingaaðilar sig saman við frumkvöðla á markaði matvæla.

„Við vinnum við því dúó mánaðarins í samstarfi við frábæra fyrirtækið Optimistic Food Group. Optimistic Food Group framleiðir gríðarlega spennandi og bragðgóðar vegan afurðir sem við fengum að spreyta okkur á. Hægt verður að nálgast Nýsköpunar dúóið á öllum stöðum Flatey Pizza.“

Skál.jpeg

Veitingastaðurinn Skál

Veitingastaðurinn Skál á Hlemmi Mathöll ætlar að taka þátt í Nýsköpunarvikunni með því að bjóða upp á sérstaka rétti úr árstíðabundnu hráefni sem endurspegla nýsköpun og nýja hugsun í matargerð. Skál og Nora Seafood verða í samstarfi í ár. Réttirnir verða í boði aukalega við venjulegan matseðil Skál alla Nýsköpunarvikuna.

Bruggstofan.jpg

Bruggstofan

Bruggstofan á Snorrabraut verður með Snakk tíma á Miðvikudaginn 18 maí milli 16:30 og 19:30 þar sem nýsköpunarsnakk frá Næra og Vegangerðinni verða í boði. Þar verður parað saman áhugaverðu snakki við bragðgóða bjóra frá RVK brewing.

von1.jpeg

Vegangerðin og VON mathús

Vegangerðin og VON mathús halda saman Tempeh-matarboð fimmtudagskvöldið 19.maí 2022 frá kl 17-22. Boðið verður upp á samblöndu af íslenskri matvöru og fersku Tempeh frá Vegangerðinni. Vert er að athuga að okkar hefðbundni matseðill verður ekki í boði þetta kvöld. Tempeh á rætur sínar að rekja til Asíu og hentar grænkerum (og öllum öðrum). Tempeh er búið til úr kolvetnisríkum mat eins og baunum eða kornmeti og sérstökum sveppum. Sveppirnir gerja kolvetnisríka matinn í nokkra daga og búa til bragðgóðan hleif sem er auðvelt að vinna með. Vegangerðin er frumkvöðull sem stefnir á að framleiða ferska vistvæna matvöru á Ísland með markmið um sjálfbæra framleiðslu

matur-drykkur.jpeg

Matur og drykkur

Matur og drykkur er séríslenskur veitingastaður þar sem lagt er upp úr að nýta íslenska náttúru. Veitingastaðurinn er einn örfárra veitingastaða á Íslandi sem skartar viðurkenningu frá Michelin. Kandís er ný íslensk sælgætisgerð, þar sem fagfólk úr veitingabransanum hefur tekið höndum saman og búið til sælgæti með nýjum bragðtegundum á borð við brjóstsykur með hvannar-og sólberjabragði eða epla-og birkibragði. Kandís og Matur og drykkur ætla í sameiningu að skapa kokteilaseðill úr sælgæti Kandís Föstudaginn 20 maí. Brjóstsykurinn verður brotinn, glasbarmar skreytir, gamaldags kandís steyttur og séríslenskir kokteilar munu líta dagsins ljós þessa kvöldstund á Mat og drykk. Barinn verður opin frá kl 18 um kvöldið og fólk velkomið að kíkja við og byrja kvöldið á kokteilum úr Kandís.

Duck.jpeg

Duck & Rose

Duck & Rose er veitingastaður sem einblínir á létta og heiðarlega matargerð með áhrifum frá Frakklandi og Ítalíu. Hann er staðsettur á einu flottasta horni Reykjavíkur, við Austurvöll. Yfirkokkurinn Margrét á Duck & Rose býður upp á skemmtilega rétti með Mabrúka krydd Föstudaginn 20 maí. Mabrúka er nýsköpunarfyrirtæki í matvælum sem er að framleiða ferskt, handgert og háðæðakrydd sem er búin til með móðurást frá Túnis.

Iðnó .png

Iðnó

Þetta árið verður matarfrumkvöðlasýning á Nýsköpunarvikunni með nýjum og ferskum mat & drykk-framleiðlendum. Matarfrumkvöðlasýningin verður haldin í hátíðarsal Iðnó sem er við hliðinni á Ráðhúsi Reykjavík. Sýningin er opin öllum gestum og þátttakendum Nýsköpunarvikunnar. Þar verður hægt að smakka mat & drykk frá frumkvöðlum. Sýning er með breitt framboð af framleiðendum: krydd frá Túnis, témpeh úr íslensku byggi, íslenskt víský & gin, rjómalíkjör, pestó af ýmsum gerðum, lóðrétt kál og margt margt fleira. Matarfrumkvöðlasýning verður haldin 20. maí klukkan 16:00 til 18:00 og eru allir velkomnir.

Hægt er að sjá dagskrá Nýsköpunarvikunnar hér.