„Á­herslan nú er sú sama og verið hefur, tón­list fyrri alda í bland við nýja tón­list. Eitt af helstu mark­miðunum er að stuðla að ný­sköpun í ís­lenskri tón­list,“ segir Ás­björg. Hún segir þátt­töku ungs fólk á­berandi á Sumar­tón­leikum. „Þar má nefna sam­vinnu við Lista­há­skólann en á Upp­takti há­tíðarinnar, 30. júní, verða frum­flutt níu verk fyrir orgel og söng eftir níu nem­endur úr tón­smíða­deild skólans. Hanna Dóra Sturlu­dóttir, Berg­þóra Linda Ægis­dóttir og Jón Bjarnar­son flytja verkin. Tón­leik­hús verður fyrir börn þar sem norska tré­blásturs­­tríóið Taf­felpi­kene og Ingunn Lára Kristjáns­dóttir leik­kona segja frá Sól­sekvíu sem fer í heim­sókn í Skál­holt með ömmu sinni. Vinnu­stofa verður í miðri viku en þar fá fjöl­skyldur tæki­færi til að skapa tón­list sem inn­blásin er frá náttúrunni, alls kyns hljóð­færi verða sett saman og börnin fá að leika á þau. Danskur stúlkna­kór, Haderslev Dom­kirkes Pi­gekor, syngur á há­tíðinni verk eftir nor­ræn tón­skáld og Benja­min Britten.“

Hróð­mar Ingi Sigur­björns­son er staðar­tón­skáld og ýmis verk verða flutt eftir hann. Hróð­mar Ingi verður með tón­skálda­spjall á síðasta degi há­tíðarinnar 10. júlí. Loka­tón­leikar há­tíðarinnar verða klukkan 16 en þar verður flutt Skál­holts­messa eftir Hróð­mar Inga sem hann samdi árið 2000. Messan verður flutt með nokkrum breytingum tón­skáldsins sem m.a. bætti við kafla við ljóð Gyrðis Elías­sonar, Engla­kórinn á kvöl­d­æfingu.

Hróðmar Ingi er staðartónskáld hátíðarinnar.
Mynd/Aðsend

Nýtt verk eftir Hróð­mar Inga

Ás­björg nefnir aðra við­burði há­tíðarinnar: „Berg­lind María Tómas­dóttir verður með tón­leika á­samt John McCowen þar sem þau flytja verk af plötu hennar Et­hereality sem hlaut Ís­lensku tón­listar­verð­launin 2021. Þau flytja einnig út­setningar sínar á verkum eftir Telemann og Bach. Berg­lind María verður með tón­leika­spjall á há­tíðinni fyrir tón­leikana og segir frá verkum sínum.

Sigurður Hall­dórs­son leikur á barokk­selló verk frá seinni hluta 20. aldar sem kallast á við barok­k­verk. Amaconsort flytur verk sem hljómuðu á Eng­landi á 17. öld. Umbra Ensemble flytur kirkju­lega tón­list. Dúplum dúó verður með dag­skrá sem nefnist Hug­leiðingar um jökul­vatn og ást og þar verður frum­flutt nýtt verk staðar­tón­skáldsins Hróð­mars Inga. Nýr söng­kvartett, Vina­kvartettinn, flytur endur­reisnar­tón­list, sálma, þjóð­vísur og verk eftir Hróð­mar Inga og Helga Rafn Ingvars­son án hljóð­færa­leiks. Norska tré­blástur­s­tríóið Taf­felpi­kene flytur ný­leg verk eftir norsk tón­skáld, sem öll eru konur. Þar verður einnig flutt klarinett­verk frá árinu 1984 eftir Hróð­mar Inga.“

Enginn að­gangs­eyrir

Stofnandi Sumar­tón­leika í Skál­holti, Helga Ingólfs­dóttir, hefði orðið átt­ræð á árinu. Sól­rún Franzdóttir Wechner semballeikari mun af því til­efni flytja í sunnu­dags­messunni í Skál­holti 3. júlí verkið Taram­gambadi eftir Elínu Gunn­laugs­dóttur, en hún samdi verkið fyrir Helgu. Sól­rún flytur líka tón­list Gemin­ianis á­samt tríói sínu á tón­leikum. Viku seinna, sunnu­daginn 10. júlí, syngur Hildi­gunnur Einars­dóttir í sunnu­dags­messunni.

Ás­björg segir mikið til­hlökkunar­efni að halda há­tíðina í ár. „Há­tíðin var haldin síðustu tvö ár í Co­vid en alls kyns tak­markanir settu sitt mark á hana. „Nú verða engar tak­markanir og fjöldi er­lendra gesta mætir. Dag­skráin er glæsi­leg og það er stefna okkar að allir geti mætt óháð fjár­hag. Enginn að­gangs­eyrir er að tón­leikunum en tekið á móti frjálsum fjár­fram­lögum,“ segir hún.