Staðirnir hafa notið mikilla vinsælda og hjónin þekkt fyrir að töfra fram kræsingar sem gerðar eru frá grunni. Einnig opnaði Íris Lólu Flórens í Garðastræti 6 ásamt Svövu æskuvinkonu sinni í vetur.
Íris er mikill matgæðingur og hefur ástríðu fyrir því að elda og borða í góðra vinahópi með fjölskyldu sinni. „Matarást mín kemur klárlega frá Ítalíu, ég var í listnámi þar, lærði ljósmyndun og Visual Arts. Ég var bæði í Flórens og Milanó, allt í allt rúmlega þrjú ár. Þar ríkir mikil matarmenning og svo mikil ástríða fyrir mat. Uppskriftirnar þar eru oft ekki flóknar en mikil áhersla lögð á gæði hráefna,“ segir Íris dreymin á svip.
„Sunnudags hádegisverður með ítalskri fjölskyldu endist það lengi að kvöldverður í raun tekur bara við án þess að staðið sé upp frá borðinu. Þetta kemur fólki saman og það er einmitt helsta ástæðan fyrir því að ég og Lucas vildum opna okkar eigin veitingastað. Á Coocoo’s Nest eru fasta kúnnar sem koma mörgum sinnum í viku og eru orðin eftir öll þessi ár mjög dýrmætir vinir okkar sem bjóða okkur heim í mat til sín.“
Íris kann svo sannarlega að njóta og segir að vert sé líka að hlusta á líkama sinn þegar borðað er. „Ég er að megninu grænmetisæta en upp á síðkastið hef ég haft mikla löngun í fisk og ég tel að það sé líka mikilvægt að hlusta um það sem líkami kallar á, þannig ég valdi hér meðal annars tvær flottar fisk uppskriftir.“
Hér koma uppskriftirnar sem heilluðu Írisi auk þess sem hún býður upp á eina uppskrift sem hún á sjálf ásamt uppskrift af heimagerðu límónaði sem steinliggur í sumarblíðunni.
Mánudagur - Blálanga í lime & kóríander með rauðu pestó
Guðdómleg blálanga með lime og kóríander toppuð með rauðu pestói

Þriðjudagur - Eldaðu einfaldasta pastað

Miðvikudagur - Guðdómlega góðir þorskhnakkar með stökkum parmesanhjúp
Sælkera þorskhnakkar í parmesanhjúp

Fimmtudagur - Himneska salatið hennar Kaju sem tryllir bragðlaukana
Himneska salatið hennar Kaju sem kemur bragðlaukunum á flug

Föstudagur - Brauð, meðlæti og sósa

Laugardagur - Súpan sem breytir þínu lífi
Girnilega súpa sem breytir öllu

Sunnudagur – Blómkálsréttur að hætti Írisar

Sumarlegur blómkálsréttur með Tzatziki sósu
1 blómkálshaus
Ólífuolía eftir smekk
Sjávarsalt eftir smekk
Skerið blómkálshausinn í tvennt og skolið með köldu vatni. Bakið í ofninn í um það bil 20 mínútur á frekar háum hita með góðri ólífuolíu og sjávarsalti, létt steikið svo á pönnu í 5 mínútur. Þið getið líka sett hausinn beint á grillið og hitað í um það bil 10-15 mínútur- mér finnst þá best að nota kolagrill. Gott að drekka ferskt límonaði með þessum rétti.
Tzatziki sósa
½ bolli söxuð gúrka
1 bolli grísk jógúrt eða AB mjólk
1 msk. sítrónusafi
½ msk. extra virgin ólífuolía
1 hvítlauksgeiri, rifinn
1 tsk. sjávarsalt
1 msk. saxað dill
1 msk. söxuð mynta
Blanda og smakka til, uppskriftin er ekki heilög. Kryddblandan ofan á er sesamfræ, cayenne pipar og graskersfræ eftir smekk.

Límonaði – sumarlegur drykkur
Fyrir eitt glas
Bræða hrásykur - ca 1 skot af sírópi per glas.
Kreista nokkrar sítrónu og nokkur lime - ca 1 sítróna og 1 lime per glas.
Blanda í vatn eða sódavatn.
Bæta við myntu og hræra vel.
Upplagt að bera límónaðið fram í krukkum eða huggulegum sumarglösum og svo er bara að njóta.
Gleðilega nýja matarviku og njótið vel.