Emmanuel Acho, mun vera stjórnandi í Bachelor: After the Final Rose special þættinum sem fer í loftið þan 15. mars næskomandi.
ABC sem framleiðir The Bachelor tilkynnti þetta í gær, tveimur vikum eftir að Chris Harrison, sem hafði verið stjórnandi þáttana frá upphafi þeirra sagði frá því að hann ætlaði að láta af störfum sem þáttarstjórnandi, að minnsta kosti tímabundið.
Acho mun því taka við hlutverki Harrison og ræða við Matt James, piparsvein 25 þáttaraðarinnar, í þættinum á eftir loka rósaafhendingarinnar.
Acho mun setjast niður með James og fara yfir þáttaröðina, lokaákvörðun hans og hvar hann stendur núna. Þá mun Acho einnig ræða við lokakeppendurnar þrjá, þær Bri Springs, Michelle Young og Rachael Kirkconnell.

Acho er fyrrum ruðningskappi en hann spilaði með Philadelphia Eagles, hann gerðist síðar íþróttafréttamaður og er rithöfundur metsölubókarinnar Uncomfortable Conversations with a Black Man.
Acho ólst upp í úthverfi þar sem meirihluti íbúa var hvítur og hefur verið duglegur að tala opinskátt um kynþáttahatur, m.a innan NFL. Acho hefur sagt að honum líði eins hann gæti verið ákveðin brú á milli svartra og hvítra samfélaga. Eftir morðið á George Floyd í maí á síðasta ári fór Acho m.a. annars að taka viðtöl við fólk um kynþáttahatur í Bandaríkjunum og voru milljónir manns sem horfðu á viðtölin vikulega.
Það er því vel við hæfi að Acho taki við sem stjórnandi þáttarins í þessum merkilega þætti þar sem þáttaröðin verður gerð upp en eins og aðdáendur The Bachelor vita þá sagði Chris Harrison af sér eftir að hann hafði verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali við Rachel Lindsay, fyrrverandi keppanda í þættinum Extra.
Þar var umræðuefnið ásakanir á hendur Rachael Kirkconnell, keppanda í nýjustu þátttaröðinni af Bachelor, um rasisma. Ástæðan var þriggja ára gömul mynd af henni á Instagram, þar sem hún var í búningapartýi íklædd búningi sem notaður var af þrælahöldurum á plantekrum í Suðurríkjum Bandaríkjanna.
Í stað þess að gagnrýna keppandann kom Harrison henni til varnar. Kirkconnell er enn keppandi í þáttunum og gæti orðið eiginkona piparsveinsins Matt James.
Sagði Harrison að „woke herinn“ yrði að gæta sín á alnetinu og finna til samkenndar með Kirkconnell, í stað þess að gagnrýna hana. Hann viðurkenndi í tilkynningu síðar að hann hefði verið uppvís að fávisku, sem væri skaðleg.