Agla María hefur mikinn áhuga á öllu sem við kemur næringu og heilsu og hvernig hún getur hámarkað bæði vellíðan og árangur. Þrátt fyrir miklar annir í fótboltanum og í námi gefur Agla María sér tíma til að borða góðan mat í góðum félagsskap og nýtur hvert tækifæri sem gefst til þess.

„Þessa dagana fer mestur tími í skóla og fótbolta en skólinn er nýlega farinn á fullt og fer fótboltatímabilinu fljótlega að ljúka. Síðastliðin ár hef ég nýtt tímann í að mennta mig samhliða því að spila fótbolta og útskrifast ég næsta sumar úr masternámi í fjármálum fyrirtækja en þá hef ég verið samfleytt í námi frá því ég byrjaði í grunnskóla. Þess utan hef ég mikinn áhuga á öllu sem við kemur næringu og heilsu og það hvernig ég get hámarkað bæði vellíðan mína sem og árangur.“

„Mér finnst gaman að borða góðan mat í góðum félagsskap en það er eitthvað við það að blanda þessu tvennu saman sem gerir gott mót. Ég er hins vegar ekki jafn dugleg í eldhúsinu og mér finnst gott að borða en ég er virkur aðstoðarmaður í eldhúsinu hvort sem það er við matseld eða bakstur. Á virkum dögum getur það oft verið erfitt að ná að borða saman öll fjölskyldan vegna æfinga en þá finnst mér það ennþá mikilvægara að ná því um helgar.“

Mánudagur – Bleikja fullkomin til hefja vikuna

„Mér finnst bæði einfalt og gott að vera með fisk á mánudögum. Bleikur fiskur er jafnframt í uppáhaldi enda sérlega bragðgóður og stútfullur af D-vítamíni.“

Ljúffeng og bráðholl bleikja

Bleikjan 1.jpeg

Þriðjudagur – Matarmikið kúskús salat

„Ég er mjög mikið fyrir matarmikil salöt og finnst mér alltaf jafn gott að fá mér kúskús salat. Ég gæti hreinlega borðað það marga daga í röð og ekki fengið nóg en það sama gildir ekki um aðra heimilismeðlimi sem vilja aðeins meiri fjölbreytni. Mér finnst það einfaldlega bara ekki geta klikkað.“

Matarmikið kúskús salat

Couscous-Salad-with-1.jpeg

Miðvikudagur – Sumarvefjur með bbq kjúkling

„Sumarvefjurnar eru einstaklega girnilegar og hollar. Ég gríp oft til þess ráðs þegar ég býð vinum í mat á virkum dögum að bjóða upp á vefjur þar sem það er eitthvað sem allir geta borðað. Hver og einn getur lagað sína vefju eftir eigin höfði og bætt við eða sleppt því sem þeim finnst ekki gott.“

Girnilegar sumarvefjur með bbq kjúkling

Sumarvefjur

Fimmtudagur – Grænmetissúpa sem yljar

„Þegar það tekur að hausta finnst mér fátt betra en að fá góða súpu sem yljar. Nú þegar það fer aðeins að kólna eru súpur sem þessi eitthvað sem mér finnst sérlega gott að fá en það skemmir ekki heldur fyrir að súpan er stútfull af hollu og góðu hráefni.“

Gómsæt og matarmikil grænmetissúpa sem yljar

Grænmetissúpan.png

Föstudagur – Tortillapítsa

„Föstudagar eru oftast pítsadagar en þá gerum við heimalagaða pítsu. Við höfum gert sömu pitsuna en þó með breytingum á áleggi í mörg ár og er ég spennt að prufa að gefa annarri uppskrift séns. Það væri því skemmtileg tilbreyting að skella í þessa pítsu enda afskaplega fljótlega og girnileg.“

Tortillapitsa á örskammri stundu

Tortillapitsa.jpeg

Laugardagur – Edamame baunir og risarækjur með chilli sem rífa í

„Mér finnst edamame baunir alveg ómótstæðilegar en eftir að ég prufaði þær fyrst í heimboði hjá vinkonu minni verða þær oft fyrir valinu sem meðlæti þegar ég fer út að borða eða elda heima. Risarækjurnar eru jafnframt afskaplega ljúffengar og að hafa þær með salati er gott og ferskt.“

https://www.frettabladid.is/lifid/edamame-baunir-og-risaraekjur-med-chilli/

Edamame baunir

Risarækjur og chili

Sunnudagur – Spínat og ostafyllt canneloni og skyrterta

„Á sunnudögum legg ég meira upp úr því að vera með rétti sem eru sérstaklega ljúffengir og geta jafnvel tekið meiri tíma. Mér líst ansi vel á þetta spínat og ostafyllta cannelloni og er spennt að prufa það. Mér finnst skyrtertur síðan aldrei klikka og er ég spennt að prufa þessa.“

Cannelloni fyrir sælkera

Dýrðleg skyrterta

Screenshot 2022-09-05 at 10.34.50.png

Skyrtertan girnilega