Nýjasti liturinn frá KitchenAid er væntanlegur á markað á Íslandi í apríl 2021. Fram kemur í tilkynningu frá Raflandi að litir hafi verið megin undirstaðan í árangri KitchenAid vörumerkisins á heimsvísu síðan fyrstu lituðu vörurnar frá þeim komu á markað árið 1955. Árlegur litur ársins er tækifæri fyrir KitchenAid til þess að tengjast áhugakokkum á dýpri máta, veita innblástur og opna möguleika.

Litur ársins 2021 er nátengdur hinum gamla góða Tangerine lit nema í nútímalegri og jarðbundnari búning. Hrærivél og blandari munu verða fáanleg í litnum þegar hann kemur í sölu.

Tekur 18 mánuðu að skapa litinn

Úrvalið af litum ársins er í forgangi hjá alþjóðlega KitchenAid hönnunarteyminu. Ferlið við að finna og skapa lit ársins byrjar um 18 mánuðum áður en nýr litur kemur í sölu. Teymið byrjar á að fara vandlega yfir samfélagslega strauma og stefnur og vegna þess að teymið er alþjóðlegt og þar af leiðandi staðsett alls staðar í heiminum, myndast fjölþjóðleg þekking á tísku, hönnun, matargerð og fleiri þáttum.

„Við viljum segja fjölmenningarlega sögu. Þegar við veljum nýjan lit er markmiðið fyrst og fremst að kanna mismunandi menningarkima vegna þess að um það snýst matargerð, ferðalag um skynfærin – að prófa nýja hluti og gera tilraunir – og það eru þeir eiginleikar sem við viljum draga fram með litavalinu,“ segir Jessica McConnell, hönnunarstjóri í Lita, áferðar og efnisdeild KitchenAid.

Liturinn endurspeglar náungakærleika

Jessica tekur einnig fram að stefnubreytingar í innanhúshönnun, sem eiga sér stað á um það bil 10 ára fresti, spili veigamikið hlutverk í litavalinu hjá KitchenAid. Hvað varðar strauma og stefnur í innanhúshönnun segir hún að nú séu jarðlitir mikið í tísku og litir mikið hlutlausari. Það líti út fyrir að nú séu meiri jarðartónar í nánast öllu, mikið af jarðtóna pastellitum, ljósbrúnum og hlýjum tónum vegna þess að nú sé í móð að hafa það notalegt.

Við valið á lit ársins 2021 var horft til þess að heimurinn þarfnast meiri náungakærleika, samveru og birtu. Litur ársins endurspeglar þessi hughrif og hvetur okkur til þess að vera sæt við hvort annað og eiga gæðastundir saman í eldhúsinu. Saman getum við upplifað ómótstæðilega bjartsýni í litnum, Hunang.