Nýtt sýningar­svæði Ís­lands á al­þjóð­legu lista­há­tíðinni Fen­eyja­tví­æringnum var opnaður í dag af Lilju Al­freðs­dóttir menningar­mála­ráð­herra. Nýi ís­lenski skálinn stendur nú á aðal­svæði há­tíðarinnar.

„Með til­færslu ís­lenska skálans skapast ó­tví­ræð tæki­færi til að kynna betur ís­lenska mynd­list en í kringum sex hundruð þúsund gestir heim­sækja að jafnaði það svæðið sem skálinn stendur nú á,“ segir í frétta­til­kynningu frá Menningar- og við­skipta­ráðu­neytinu.

Há­tíðin stendur fram í nóvember en ráðu­neytið á­ætlar að gesta­fjöldi í ís­lenska skálanum gæti nær tuttugu­faldast miðað við síðustu ár.

Tví­æringurinn hefur verið haldinn í Fen­eyjum annað hvert ár, með fáum undan­tekningum, síðan 1895. 213 lista­menn frá 58 löndum taka þátt í há­tíðinni í ár. Ís­land tók fyrst þátt árið 1960 og voru Jóhannes Sveins­son Kjarval og Ás­mundur Sveins­son full­trúar.

Listaverk eftir Sigurð Guðjónsson í listasafninu BERG Contemporary í fyrra þar sem blandast saman mynd, hljóð og rými.
Sigurður Guðjónsson

Mynd­listar­maðurinn Sigurður Guð­jóns­son er full­trúi Ís­lands á há­tíðinni í ár en hann hlaut Ís­lensku mynd­listar­verð­launin árið 2018. Verk hans á tví­æringnum heitir Ævarandi hreyfing og er „fjöl­skynjunar­skúlptur, mynd­bands­inn­setning á tveimur sex metra flekum,“ sam­kvæmt til­kynningunni.

„Flutningur ís­lenska skálans á aðal­svæði há­tíðarinnar er liður í stefnu stjórn­valda um að beina sjónum að frekari tæki­færum til vaxtar á sviði menningar og lista,“ segir Lilja.

„Ég óska Sigurði og teymi hans inni­lega til hamingju með þennan merkis­á­fanga á ferlinum og þakka honum fyrir hans fram­lag í þágu ís­lenskrar menningar.“

Verk­efnið er unnið í sam­starfi við Kynningar­mið­stöð ís­lenskrar mynd­listar og Ís­lands­stofu.