Um helgina koma stærstu listamennirnir fram, eins og gengur á slíkum hátíðum. Billie Eilish lokar dagskrá föstudagskvöldsins og er yngsti listamaður í sögu hátíðarinnar til að hljóta þann heiður, Paul McCartney lokar dagskrá laugardagskvöldsins og Kendrick Lamar lokar hátíðinni á sunnudeginum. Diana Ross og Robert Plant koma fram á hátíðinni þetta árið ásamt fjölda annarra listamanna, þar á meðal er Íslandsvinurinn Rufus Wainwright, kryddpían Mel C og nýtt tónlistarverkefni Oasis-brýnisins Noels Gallagher sem ber titilinn High Flying Birds.

Á meðfylgjandi myndum má fá stemninguna frá þessum fyrstu dögum hátíðarinnar beint í æð.

Kona þáði bónorð á fyrsta degi Glastonbury-hátíðarinnar á Worthy Farm, Pilton, 22. júní 2022 í Glastonbury, Englandi.
Ki Price/Getty Images
Löggan skemmti sér líka.
Ki Price/Getty Images
Hátíðargestir dansa við lögreglumenn.
Ki Price/Getty Images
Kryddpían Mel C á farsælan sóló-feril og kom fram á William's Green sviðinu á degi tvö á hátíðinni.
Leon Neal/Getty Images
Hópur hátíðargesta forðaðist langa biðröð í sturturnar með því að setja upp sína eigin aðstöðu á þriðja degi hátíðarinnar.
Leon Neal/Getty Images
Teikning af stofnanda hátíðarinnar Michael Eavis með „50“ gleraugu sést á klósetthurð á salernisaðstöðu á hátíðinni.
Leon Neal/Getty Images
Hópur hátíðargesta klæddur sem jarðarber gengur um svæðið.
Leon Neal/Getty Images
Skilaboð frá forseta Úkraínu, Volodymyr Selenskjí, við opnun "Hins sviðsins" á þriðja degi.
Joseph Okpako/Wireimage
Pete Doherty úr The Libertines kemur fram á Hinu sviðinu. Rokkarinn varð heimsfrægur þegar hann og ofurfyrirsætan Kate Moss hófu skammlíft samband og nokkrum árum seinna var hann í sambandi með söngkonunni Amy Winehouse heitinni.
Matthew Baker/Redferns
: Nýtt Banksy-listaverk var sett upp 22. júní og frumsýnt á tónlistarhátíðinni.
Shirlaine Forrest/WireImage
Banksy-listaverkið nýtur sín vel.
Shirlaine Forrest/WireImage
Aðdáendur mynduðu pytt þegar enska rokkhljómsveitin Nova Twins kom fram á Greenpeace sviðinu á þriðja degi.
Leon Neal/Getty Images
Enska rokkbandið Nova Twins á Greenpeace sviðinu.
Leon Neal/Getty Images
Bassaleikarinn Georgia South (V) og syngjandi gítarleikarinn Amy Love (H) í Nova Twins.
Leon Neal/Getty Images
Griff kom fram á John Peel sviðinu.
Dave J. Hogan/Getty Images
Carl Barat úr The Libertines.
Harry Durrant/Getty Images
Vel skreyttir hátíðargestir nutu sín á þriðja degi Glastonbury hátíðarinnar.
Samir Hussein/WireImage
Kae Tempest kom fram á Hinu sviðinu á degi þrjú.
Samir Hussein/WireImage
Rufus Wainwright kom fram á Pyramid Stage.
Samir Hussein/WireImage