Ný­lista­safnið hefur lagst í nafla­skoðun og hyggst stuðla að aukinni fjöl­breytni innan lista­heimsins með því að senda úr sér­stakt á­kall fyrir jaðar­setta hópa á Ís­landi. Síðast­liðinn tvö ár hefur fé­lögum safnsins verið boðið að senda inn til­lögu að haust­sýningu en í ár á­kvað stjórn safnsins að leita víðar.

„Á­kveðið var að beina á­kallinu um til­lögu að sýningum sér­stak­lega að ein­stak­lingum og hópum hvers raddir hafa hingað til ekki fengið nægan hljóm­grunn í lista­heiminum hér­lendis,“ segir Sunna Ást­þórs­dóttir, fram­kvæmdar­stjóri Ný­lista­safnsins. „Ég held að við séum fyrst og fremst að horfast í augu við og bregðast við þeirri stað­reynd að við höfum ekki verið að ná til, virkja og hlusta á eins fjöl­breyttan hóp og við höfum viljað.“

Með­vituð um eigin blindu

Til að ná til þessa hóps fékk safnið Chanel Björk Sturlu­dóttur til liðs við sig en hún hefur verið ötull tals­maður hlið­settra radda síðast­liðinn ár. Chanel er for­sprakki sam­takanna Hennar rödd og hluti af verkefninu Inclu­si­ve Public Spaces.

„Við á­kváðum að fá ein­hvern utan­að­komandi sem gæti að­stoðað við að koma auga á eyðurnar og hjálpað okkur að móta ferlið,“ segir Sunna. „Þetta um­sóknar­ferli er til­raun til að bjóða fleirum að borðinu, og okkur fannst eðli­legt að það tæki til ferlisins í heild sinni." Ekki aðein hvað varðar listamannaval heldur einnig hvernig valið sjálft fer fram.

Ný­lista­safnið á að vera í stöðugri sjálfs­skoðun og beita sér fyrir breytingum að mati Sunnu „Þá er líka mikil­vægt að átta sig á því, að þó við komumst langt á viljanum, er samt líka mikil­vægt að vera með­vituð á eigin blindu.“ Með því að taka skref í rétta átt sé vonandi hægt að sigrast á ó­með­vitaðri hlut­drægni eða duldri for­réttinda­blindu sem geti skapað ó­jöfnuð innan Ný­lista­safnsins.

Nýlistasafnið vill vera leiðandi í að virkja þá sem eru í jaðarhópum.
Fréttablaðið/Sigtryggur

Endur­spegli sam­fé­lagið

Chanel bendir á að um fimmtungur þjóðarinnar séu inn­flytj­endur og í kringum sjö prósent séu af blönduðum upp­runa. Tölurnar sýni að ís­lenskt sam­fé­lag hafi breyst mjög hratt á stuttum tíma og á­ríðandi sé að bregðast við því. „Það er mikil­vægt að allir geta speglað sig innan menningarinnar.“

Á­kall Ný­lista­safnsins í ár var því þýtt yfir á pólsku og arabísku auk ensku og ís­lensku. Pólskir inn­flytj­endur eru stærsti inn­flytj­enda­hópurinn á Ís­landi og því borð­leggjandi að hafa á­kallið á þeirra tungu­máli. „Við vildum líka ná til hóps arabísku mælenda á Ís­landi sem er jaðar­settur hópur og talar síður ensku en aðrir inn­flytj­enda­hópar,“ bætir Chanel við.

„Það er mikil­vægt að menningar­stofnanir landsins taki þessar sam­fé­lags­breytingar til sín og inn­leiði stefnur og mark­mið til að endur­spegla fjöl­breyti­leika flóru landsins.“

Opna nýjan heim

Chanel segir einnig skipta máli að að­gengi að þessum rýmum. „Fyrir hvern eru rýmin? Eru þau að­eins fyrir þann hóp sam­fé­lagsins sem eru hvítir á hörund og ís­lensku­mælandi? Eða er listin og menningin fyrir alla til að njóta? Þetta eru mikil­vægar hug­leiðingar sem allar menningar­stofnanir landsins þurfa að huga að.“

Sunna og Chanel vonast til þess að á­takið veiti öðrum stofnunum inn­blástur og hvatningu til að setja sér svipuð mark­mið. „Fjöl­menningin býður upp á svo marga mögu­leika. Með því að virkja þá sem eru í jaðar­hópum og leiða að inn­gildingu þá opnum við fyrir nýjan heim, nýja sýn og nýjar hug­myndir.“ Það græði allir á því.

„Við viljum vera leiðandi í þessu á­taki og hvetja aðrar menningar­stofnanir landsins til að gera slíkt hið sama.“